jæææja hef nu ekki búið til þráð um minn hvíta e36 sem ég hef átt í tæplega eitt og hálft ár
keypti þennan bíl alveg ógeðslegan og mosi byrjaður að vaxa hér og þar
þetta er s.s:
orginal 316 bíll beinskiptur
árgerð 1992
158.xxx km
hvítur sedan 4 dyra
var bara alveg orginal og uber gay




svo fór ég og gerði eitthvað í málunum
lét sprauta bílinn hvítan, einhver alveg hreinn litur
angel eyes í ljósin
///M framstuðari með lippi
kastarar í stuðarann
carbon fiber BMW merki á skott og húdd
leðurinnrétting (sætin)
glær afturljós
glær stefnuljós í brettum
glær/smá smókuð stefnuljós að framan
coilover kerfi frá tuning arts
þá leit bíllin sirka svona út



erfiðleikar að komast úr innkeyrslunni alla daga alltaf alla mánuði

keypti mér svo bbs style 5 rc090 felgur, málaði miðjurnar rauðar og póleraði lippin til akureyrar





oooookei svo fór ég á bíladaga, pústið datt undan í borgarnesi sem var mjög fínt, þægilegt hljóð og svona á leiðinni norður
en já gerði mitt á bíladögum






uuuuuu já svo var ég nú lítið að gera í honum restina af sumrinu.
svo kláraðist sumarið
ég keypti svo bíl B.SIG, e36 sedan bíl orginal 325 ssk



byrjaði svo að parta hann, reif eiginlega allt af helvítinu og henti skelinni
og var þá kominn með m50b25 í hendurnar, reddaði mér gírkassa og kúplingu+swinghjóli





henti svo þessum rauða og tók minn hvíta inn og byrjaði að rífa
m40 á leið úr




dundaði eitthvað aðeins í m50, hrikalega góðu ástandi miðað við að vera ekin 250k !

m50 á leið oní




Núna á ég bara eftir að tengja eitthvað smotterí sem ég finn ekki úr hvert á að fara haha, bensíndælan fer ekki í gang eitthvað tengt relay vona ég, annars startaði vélin en ekkert bensín, drifskaftið fer í samsetningu á morgun þar sem ekkert af þeim þremur sem ég á passar þannig það verður soðið saman úr tveimur til að gera eitt gott(já verður gert í bekk á renniverkstæði)
Þá vonandi ætti billinn að fara keyra þegar finnst úr vélarveseni.
Núna er ég bara bíða þar til á laugardag þá fer ég í drifskaftsísetningu, pústið soðið aftur undir hann og fikt í þessari vél.
Ef allt gengur vel þábara vonandi keyra á mánudag

Planið eftir það er að láta sprauta suma parta aftur, hurð, bretti, nýrnabita eftir að það var keyrt utan i mig og stungið af

og sílsa eftir að það brotnaði upp úr tjakk gatinu og komið ryð í það, mjög ljótt

ÞAÐ sem ég hef keypt svo í vetur og fer á hann á næstunni :
Lip á skottið
///M speglar
///M sílsar
///M Diffuser (fæ hann í apríl frá Bartek vonandi

)
///M leður utan um gírhnúa og handbremsu


Sílsar

lip+diffuser

og svo seldi ég bbs style 5 rc090
og keypti mér BBS LM !! 17 tommu, 8" að framan og 10" að aftan

já þær eru bleikar og verða það til að byrja með, fýla þann lit

einkanúmerið "B BÓ" kemur svo þegar ég nenni að panta
kaupi líklega læsingu í drifið í sumar þegar fjárhagur verður betri, verður 3.15 í bilnum nuna samkvæmt pappírum (núna er bara litla drifið en ég mun skipta um complet afturhásinu úr rauða ´bilnum í hvíta)
ætla leyfa mér að segja hann sé/verði helvíti flottur núna næsta sumar og ég er orðinn meira en sáttur með hann.
hérna koma svo einhverjar fleiri myndir sem ég á fyrir myndaglaða

fyrir og eftir myndir








frekar upplýsingar og myndir koma á næstu dögum,
-Bjarki