SteiniDJ wrote:
Ég er með D5100 og er mjög sáttur með hana. Góð vél í alla staði og afskaplega feginn því að ég skyldi ekki hafa tekið D3100 eða D3200 (sem kom út skömmu eftir að ég keypti mína). Eftir að hafa notað D3100 og 3200 og borið þær saman við D5100 þá er þetta mikið "meiri" myndavél. Hún er vel útbúin af fítusum og þægindum, og það án þess að fórna einfaldlega.
Hinsvegar, þá er Ísland Canon land. Það er mikið meira úrval af notuðum aukahlutum fyrir Canon heldur en Nikon hér heima og það eitt gæti verið nóg til að sveigja ákvörðun þinni í aðra áttina.
Á meðan ég myndi taka D5100 umfram 600D (þær eru á svipuðum stað í úrvali Nikon/Canon) sem ljósmyndavél, myndi ég velja 600D sem videovél. Búinn að prófa báðar og ég var mjög sáttur með þær. Nikon varð fyrir valinu.
Þakka þetta, hjálpar ansi vel!
Merkið skiptir mig ekki það miklu máli. Get verslað aukahluti á netinu og fengið þá yfirleitt ódýrari en hérna heima. Verslaði aldrei aukahluti á Sony vélina og efast um að það verði mikið verslað á þessa. Það yrði þá gert í einhverri utanlandsferðinni.
Video fítusinn í vélunum er ekki vendipunktur og verðmunurinn á vélunum gerir útslagið. Ekki mikill munur en á meðan það er ekkert stórt sem mælir með Canon VS Nikon að þá hefur Nikon vinninginn.
En ég er það mikill nískupúki að ég horfi svo í verðið
D5100/D3200 - 597$
D3100 - 477$
120$ munur. En er munurinn þess virði?
Einhvað stórtækt á milli þessara véla sem algera amatör eins og ég sé?
Sömu linsur með öllum vélunum.
11 punkta auto focus á öllum.
Allar 1080P upptaka, auto focus.
_________________
Geysir Golf - Kíktu í Golf'98 W210 E240
'90 GSX750F - The Ugly Bastard