...þ.e.a.s. með fyrirvara um að einhver hérna hafi eitthvað um þá að segja.
Ég sé ekki betur en að það hafi 1633 íslenskir bílar verið skráðir þar í gegnum árin, sem hljómar eiginlega furðulega mikið. Sjá:
http://www.cardomain.com/makemodel/?country=ISHefur einhver hérna notað þá? Mér finnst conceptið af því að hafa svona síðu skemmtilegt, og gaman að geta showcaseað builds á meira international leveli heldur en gengur og gerist bara með því að pósta t.d. í Bílar Meðlima á local forumi. Hinsvegar nagar það mig persónulega hvað mér finnst allt sóðalegt og chaotic hjá þeim -- og það alveg fælir mig frá þeim.
Ég s.s. spyr því að mig langar að klekkja á þeim. Henda upp einhverju svipuðu, sem er þó betra á ýmsan hátt, og mun snyrtilegra. Og á meðan ég syndi alveg í hugmyndum sjálfur, þá er ég meira að fiska eftir álitum frá öðrum, því það væri nú varla vit í því að fara út í svona nema tailora það að þeim sem hugsanlega hefðu áhuga á að nota svona.
Ef þið hafið einherja reynslu af þeim, þá væri ég til í að heyra allt sem þið hafið að deila, s.s. hvað þið mynduð breyta og bæta etc.