Svezel wrote:
Ég veit ekki hvort þú hefur keyrt svona bíl eitthvað að ráði en a.m.k. er þetta eitt það ömurlegasta bílsígildi sem ég hef ekið á almennum vegi. Þetta er allt í lagi upp á fjöllum og svona en ekki til lengdar.
Eftir svona 2vikna akstur í bænum á þessu er maður farinn að missa saur og gelta á ókunnungt fólk, svo slæmt er að keyra þetta.
Þar sem ég á nú svona bíl, þ.e.a.s Toyota Hilux Double cap 1991 ( ekinn um 100.000 ) þá langaði mig að svara þessu aðeins, minn bíll er breyttur fyrir 35" dekk, og mér finnst persónulega alls ekki óþægilegt að keyra hann.. Hann er rosalega mjúkur í stýri ( á gormum ) og þó jú mætti vera meira afl ( 2.4 4 cyl ). Ég keyrði á honum á Húsavík ekki fyrir löngu og það var ekkert óþægilegt. Bara mjög góð reynsla af því. ( nema þurfti að keyra á 90 alla leiðina útaf eyðslu ).
En ef þú ert að spá í skiptum á þessum bílum verðuru að gera bara upp við þig hvort þig langar í jeppa eða fólksbíl, þe tta eru allt aðrir bílar. Ertu mikill jeppakall eða er þetta bara eitthvað "thing" sem er í gangi hjá þér akkúrat núna. Þessir bílar eyða ekki litlu, 13-15 lítrum á 100 ( 2.4 4 cyl ).