sælir, ég varð mér út um einn bíl í viðbót til að fullkomna 3 bíla conceptið en það samanstendur af krúser, jeppa og sportara, en ég átti engan sport bíl þannig þessi bíll varð fyrir valinu en þetta er 1993 bmw 325is svartur, sjálfskiptur með allt í rafmagni og topplúgu.
það fór tímakeðja í honum og eftir að hafa rifið heddið af þá kom í ljós að 16 ventlar voru bognir... það er umtalsvert en ekkert óvinnandi vegur.
það semm framundan er að laga hitt og þetta sem betur mætti fara, t.d tengja kastarana almennilega og redda smáhlutum innan í bílinn sem vantar og fer óstjórnlega í taugarnar á mér

en yfir heildina er þetta ágætis bíll sem vantar bara mössun og tlc.
en hér er auglýsing frá fyrri eiganda (ef honum er sama)
BMW E36
325is coupe
Svartur
Sjálfskiptur
Ekinn 258þ. km
Topplúga
Leður innrétting
17" álfelgur - Ný dekk
Það er farin tímakeðja.

[/quote]