Til sölu er BMW Z3.
Nýskráður 12.08.1998.
Ekinn tæplega 173.000 km.
Nýskoðaður í lok maí 2012.
Upphaflega fluttur til landsins af B&L.
Skráður grænn á litinn – var síðar sprautaður í öðrum lit.
Ég lét sprauta allt ytra byrði í september 2008 (nokkrum dögum fyrir bankahrun) í litnum
Daytona Violet. Sezar hér á BMWkrafti sá um þá vinnu. (Nokkrum árum áður hafði hann verið sprautaður í svipuðum lit af fyrri eiganda.)
Í bílnum er 1800 vél, sem er með tímakeðju.
Eiginþyngd án ökumanns er skráð 1.180 kg.
Rafmagn í rúðum og speglum.
Leðursæti.
ABS og spólvörn.
Í bílnum er geislaspilari og fylgir hann með við kaupin.
Til að koma í veg fyrir misskilning má loks geta þess að á götunni virðist vera einn annar BMW Z3 í sama eða sambærilegum lit (sá er reyndar með krómlista við framrúðu og handföng). Hér er sem sagt
ekki um þann bíl að ræða.
Það er fátt skemmtilegra á góðum sumardegi en að skella niður blæjunni og rúnta um bæinn í góða veðrinu

Bíllinn er þéttur og höndlar vel, sbr. einkum nýjar spindilkúlur og fóðringar.
Ég er nýbúinn að láta framkvæma eftirfarandi viðhald (apríl og maí á þessu ári):
Tvær spindilkúlur + fóðringar.
Einn gormur + dempari.
Bremsuslöngur báðum megin að framan.
Skipt var um viftureim.
Gert við púst – þar sem í ljós kom við skoðun á bifreiðinni að það pústaði út einhvers staðar í pústkerfinu. Skipt var um þann hluta pústsins.
Í samræmi við þetta er bíllinn með fulla skoðun.
Bíllinn var smurður nú í lok júlí (einnig skipt um loftsíu).
Þekktir annmarkar:
Hliðarspegill á bílstjórahlið er frekar laus en hefur verið límdur á. Mér skilst að það þurfi að kaupa nýjan spegil ef gera á almennilega við þetta.
Gler í þokuljósi bílstjóramegin neðst á framstuðara er brotið.
Tvær rispur eru á framstuðara.
Bifreiðin er hvorki skráð í slysaskrá né tjónaskrá EN einhvern tímann heyrði ég að þessi bíll hefði líklega lent í tjóni fyrir þann tíma er ég átti bílinn.
Gormur bílstjóramegin að aftan er hugsanlega brotinn.
Ég er búinn að eiga og nota þennan bíl í tæplega fimm ár og hann hefur reynst mér vel allan þann tíma. Ég minni þó á að hér er verið að selja bifreið sem kom á götuna fyrir tæplega 14 árum síðan.
Verð:SELDUR
Edit: Myndir sem ég tók fyrr í dag:






_________________

Núna: Z3.
Áður: E21, E30, E36, E38.