bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 22:25

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 
Author Message
 Post subject: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Thu 26. Jul 2012 11:56 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 07. Jul 2009 18:33
Posts: 16
Location: Reykjavík, Ísland
Fékk mér þennan E39 í fyrra. Bíllinn þurfti þó smá ást fyrst, var á 15" stálfelgum og fullt sem að þurfti að gera. Hafði alltaf ætlað mér að gera þráð. Betra er seint en aldrei.

Þetta er sumsé E39 523IA, framleiddur í Október 1996. Ég er sjöundi eigandi af bílnum á Íslandi, bíllinn var innfluttur í Janúar 2000, þess má geta að einungis tveir eigendur voru frá 2001 til 2011. Bíllinn er frekar vel búinn að mínu mati.


Hér kemur fæðingarvottorðið...

Quote:
Order Options:
No. Description
280 LT/ALY WHEELS SPOKE STYLING
305 REMOTE CONTROL FOR CENTRAL LOCKING
320 MODEL DESIGNATION, DELETION
428 WARNING TRIANGLE
438 WOOD TRIM
441 SMOKERS PACKAGE
459 SEAT ADJUSTM., ELECTR. W. MEMORY
464 SKIBAG
494 SEAT HEATING F. DRIVER/FRONT PASSENGER
500 HEADLIGHT WASHER SYS/INTENSIVE CLEANING
522 XENON LIGHT
534 AUTOMATIC AIR CONDITIONING
540 CRUISE CONTROL
555 ON-BOARD COMPUTER
628 COMMUNICATION PACKAGE
629 CAR TELEPHONE (GSM) W CARD READER FRONT
801 GERMANY VERSION
863 EUROPE/DEALER DIRECTORY
879 GERMAN/OWNERS HANDBOOK/SERVICE BOOKLET
915 BODY SKIN CONSERVATION, DELETION

Standard Equipment:
No. Description
260 SIDE AIRBAG DRIVER/FRT PASSENGER
473 ARMREST, FRONT
520 FOGLIGHTS
548 SPEEDOMETER WITH KILOMETER READING
665 RADIO BMW BUSINESS


Það sem ég veit að hafði verið gert áður en ég eignast bílinn var m.a. eftirfarandi:

  • Facelift framljós.
  • Nýr MAF Skynjari - Maí 2011
  • Nýr knastásskynjari. - Maí 2011
  • Nýr sveifarásskynjari. - Maí 2011
  • Nýr rafgeymir. - Maí 2011
  • Nýr vatnskassi.

Það sem var fyrst að var að angra mig var að bíllinn hélt stöðugt að bílstjórahurð væri hálf opin. Svo voru nokkrar meldingar sem komu upp, m.a. "Check Coolant Level" stöðugt, þrátt fyrir að nægur kælivökvi væri á kerfinu. "Check Brake Linings" og "Check Brake Lights".

Til að koma því í lag, gerði ég eftirfarandi..

  • Skipta út kælivökva á kerfi.
  • Skipta um krækju fyrir læsingu bílstjóramegin
  • Skipta um vatnskassarofa
  • Skipta um tengil fyrir bremsuljós í afturglugga.
  • Vír slitinn í sundur á bremsukl. skynjara að aftan - Nýr skynjari settur í.

Verslaði mér svo líka OEM 16" Style 33 á Vetrardekkjum.

Tók svo stuttu seinna alla innréttinguna í gegn, öll sæti úr og djúphreinsaði teppið.

Svo kom að ýmislegu viðhaldi, og atriðum sem ég vildi lagfæra.

  • Skipta um hægagangs strekkjara (Mechanical Belt Tensioner).
  • Skipta um olíu + síu á sjálfskiptingu hjá eðalbílum.
  • Skipta um bensínsíu.
  • Skipta um öndunarslöngu í membru.
  • Skipta um jafnvægisstangarenda báðum megin að framan.
  • Skipta um jafnvægisstangarenda báðum megin að aftan.
  • Skipta um ventlalokspakkningu.
  • Laga leka frá stýrisvökva forðabúri.
  • Laga park á rúðuþurrkum. - Rúðuþurrkur miðuðu upp.
  • Liðka til húddbarka.
  • Laga varadekksfelgu (skökk).
  • Skipta um innri og ytri stýrisenda b/m. 16. Maí 2012
  • Skipta um hjólalegu bílastjóramegin að framan. 16. Maí 2012
  • Skipta um bremsudiska og bremsuklossa að framan. - 16. Maí 2012
  • Nýr hvarfakútur settur í. - 22. Maí 2012
  • Bilanagreining hjá BL. - 24. Maí 2012
  • Nýr Pústskynjari í bank #2 / Skipt um hjá BL. - 24. Maí 2012
  • Ný kerti. - Skipt um 26. Maí 2012
  • Fara með bíl í skoðun. - Athugasemdalaus skoðun - 28. Júní 2012
  • Hjólastilling. - Júlí 2012
  • Versla tappa ofan á hlíf fyrir vél.
  • Var farinn að heyra skrölt frá pústkerfi - Kom í ljós að nýji hvarfakúturinn sem settur var í 22. Maí var dæmdur ónýtur. Nýr hvarfakútur var því settur í 24. Júlí.

Nokkrir hlutir inní bíl, og að utan sem þurfti svo að kippa í lag:

  • Viðar panel í miðjustökk tekinn af og massaður - var virkilega mattur.
  • Laga miðstöðvar grill í miðjustökk afturí.
  • Skipta um fóthvílu bílstjóramegin.
  • Nýjir miðstövartakkar / gömlu brotnir af. - Skipt um 29. Maí 2012
  • Nýjar taumottur úr umboði. - 1. Júní 2012
  • Versla hólf í miðjustokk afturí. - 21. Júlí
  • Versla beltisspennara - Virkar ekki að spenna belti farþegamegin aftur í bíl. - 21. Júlí
  • NÝTT handfang að utan á bílstjórahurð - Skipt um 28. Júní 2012 (Gamla brotnaði af við að opna hurðina).
  • Versla takka til að opna skott. - 21. Júlí (Gamli takkinn var molbrotinn).

Vildi svo fullkomna verkfærasettið, verslaði því eftirfarandi sem vantaði í það.

  • Skrúfjárn í verkfærasett.
  • Töng í verkfærasett.

Svo þetta útlitstengda.

  • Ný BMW merki. - 22. September 2011
  • LED í Angel Eyes. - 5. Október 2011
  • Facelift nýru. - 26. Maí 2012
  • Versla glær stefnuljós í bretti. - 21. Maí 2012
  • 18" OEM E38 M-Parallel (8" og 9.5"). - 1. Júní 2012

Kannski frekar overwhelming listi.. en vonandi hefur eitthver gaman af því að fara yfir þetta, ætla reyna vera duglegri að henda hér inn því sem maður er að gera og græja..

Svo tók Bergsteinn (ROCKY) myndir fyrir mig, hér koma þær, þakka honum kærlega fyrir..

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image

_________________
BMW E39 523IA


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Thu 26. Jul 2012 12:13 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 09:13
Posts: 5727
Location: Mosfellsbær
Flottur bíll! ;-) Smá svipur með mínum :oops: :lol:

Ekkert smá verið dundað við hann upp á síðkastið! Líst vel á þetta hjá þér! :thup: Ég bjó mér til to-do lista þegar ég keypti minn og er kominn langleiðina niður hann, mjög gaman að sjá atriðin smám saman strikast af listanum. :-)

Hvernig var að taka sætin úr, er það ekkert mál? Eru ekki einhverjir plöggar sem þarf að passa sig á? Bæði fyrir rafmagn í sætum og svo beltastrekkjarar sem mega ekki virkjast eða eitthvað ámóta?

_________________
Ingimar
E30 318i Krókurinn (Barnfind in the making)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Thu 26. Jul 2012 12:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Þú ert sko maður að mínu skapi!!! :thup: Bíllinn er stórglæsilegur og ekki að sjá að hann sé fæddur árið 1996.

Hlakka til að sjá framhaldið.

En nú hef ég aldrei tekið sæti úr svona bíl IAR, en mig minnir að það þurfi líka að taka eitthvað loftpúðaplögg úr sambandi. Kannski var það á Z4, en myndi þó halda að það borgi sig að taka batteríið úr sambandi.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Thu 26. Jul 2012 13:01 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Sep 2006 09:39
Posts: 3691
iar wrote:
Flottur bíll! ;-) Smá svipur með mínum :oops: :lol:

Ekkert smá verið dundað við hann upp á síðkastið! Líst vel á þetta hjá þér! :thup: Ég bjó mér til to-do lista þegar ég keypti minn og er kominn langleiðina niður hann, mjög gaman að sjá atriðin smám saman strikast af listanum. :-)

Hvernig var að taka sætin úr, er það ekkert mál? Eru ekki einhverjir plöggar sem þarf að passa sig á? Bæði fyrir rafmagn í sætum og svo beltastrekkjarar sem mega ekki virkjast eða eitthvað ámóta?


Taka plús pólinn af og bíla í allavegna hálftima
Svo taka sætið bara úr
Þetta er ekkert mal
2 boltar að framan og 2 að aftan, eitt/tvö plug undir sætinu og svo bara splitti fyrir beltishæðastilligræjuna.

_________________
BMW E39 530D '03 ///M-Tech - Stations
BMW E39 540i '00 - Sedans

E39 k1ng
Sævar P.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Thu 26. Jul 2012 23:43 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
Flottur hjá þér Siggi :thup:

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Fri 27. Jul 2012 11:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Clean!

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Fri 27. Jul 2012 15:44 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 07. Jul 2009 18:33
Posts: 16
Location: Reykjavík, Ísland
Þakka fyrir commentin!

iar wrote:
Flottur bíll! ;-) Smá svipur með mínum :oops: :lol:

Ekkert smá verið dundað við hann upp á síðkastið! Líst vel á þetta hjá þér! :thup: Ég bjó mér til to-do lista þegar ég keypti minn og er kominn langleiðina niður hann, mjög gaman að sjá atriðin smám saman strikast af listanum. :-)

Hvernig var að taka sætin úr, er það ekkert mál? Eru ekki einhverjir plöggar sem þarf að passa sig á? Bæði fyrir rafmagn í sætum og svo beltastrekkjarar sem mega ekki virkjast eða eitthvað ámóta?


Já það er óhætt að segja að það sé svipur með þeim, þinn er ekkert smá flottur líka :thup:

Að taka sætin úr var lítið mál, góðar leiðbeiningar hjá bErio. Mig minnir að ég hafi þó byrjað að losa boltana áður en ég aftengdi geymirinn, þar sem ég er með rafmagn í sætum, og var ekki hægt að komast að öllum boltunum að mig minnir án þess að færa sætið fram og aftur. Tók svo batteríið úr sambandi og beið, svo fór ég í að aftengja. Sætið var þó ekki mjög létt, og var mun auðveldara að vera tveir við að koma því úr bílnum, til þess að reka það nú ekki utan í allt.

Það getur verið að það muni koma upp að útvarpið biðji um code þegar rafgeymir er tengdur að nýju - ef þú finnur þennan code hvergi ætti að vera hægt að nálgast hann hjá umboðinu, en í mínu tilfelli bað það ekki um code, kannski er það ekki í E39, er ekki viss.

Að taka afturbekkinn úr ef þú vilt þrífa þar undir er auðvelt, hann er bara smelltur í.

_________________
BMW E39 523IA


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Fri 27. Jul 2012 17:01 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 14. Apr 2011 01:26
Posts: 81
Location: Kópavogur
Ordinn rosalega flottur hja ther Siggi !! :D

_________________
E39 523ia Sedan

Mercedes Benz E50 ///AMG (Sold)
Honda Civic 1.4 (Sold)
E38 750i (Sold)
VW Golf 1.4 (Sold)
E36 316i Coupe (Sold)
E39 520ia Sedan (Sold)
Hyundai Accent (Sold)
E36 316i Compact (Sold)
E36 318i Sedan (Sold)
Subaru Impreza WRX (Sold)
Subaru Impreza GX (Sold)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Sun 29. Jul 2012 18:04 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Tue 22. Apr 2008 16:20
Posts: 1318
Location: Selfoss
Mjög flottur bíll! :)

En ekki láta þér detta það til hugar að spreyja þessar felgur í gunmetal, svörtu eða einhverju ógeði þar sem of margir hafa gert það, við þessar fallegustu felgur sem BMW hefur gert.

_________________
Enginn bíll eins og er.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Sun 29. Jul 2012 18:22 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 07. Jul 2009 18:33
Posts: 16
Location: Reykjavík, Ísland
Vlad wrote:
Mjög flottur bíll! :)

En ekki láta þér detta það til hugar að spreyja þessar felgur í gunmetal, svörtu eða einhverju ógeði þar sem of margir hafa gert það, við þessar fallegustu felgur sem BMW hefur gert.


Þær eru nýlega sprautaðar í þeim lit sem þær eru í, og mun ég halda þeim þannig :thup:

_________________
BMW E39 523IA


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: BMW E39 - Jet Black
PostPosted: Thu 30. May 2013 15:21 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 07. Jul 2009 18:33
Posts: 16
Location: Reykjavík, Ísland
Þessi var settur í dvala í Ágúst í fyrra, náði í númerin í þessum mánuði.

Ég byrjaði á að gera eftirfarandi þegar bílinn var kominn á númer:

  • Þjónustuskoðun
  • Shadowline
Skellti svo M-Paralell undir, það verður svo eitthvað dundað í þessum á næstunni :thup:

_________________
BMW E39 523IA


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 16 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group