Schulii wrote:
Já það er gaman að sjá málflutninginn hjá sumum sem eru ekki hrifnir af Davíð. Gerir lítið annað en að sannfæra mig enn betur um að ég sé réttu megin við strikið miðað við mínar hugsjónir í það minnsta.
Ja, hart mætir hörðu segi ég nú bara. Í mínum huga er það alveg ljóst að fjölmiðlar í eigu Baugs hafa verið að beita áróðri gegn stjórninni og Davíð persónulega. Mér finnst þetta í raun hafa byrjað þegar Davíð minntist á það sem Hreinn Loftsson sagði við hann um ummæli Jóns Ásgeirs. Þ.e.a.s þegar hann talaði um 300 milljónirnar sem Jón Ásgeir átti að hafa sagt í hálfkæringi að hann vildi láta Davíð hafa fyrir að láta þá í friði.
Eftir það keypti Baugur fréttablaðið, DV, Stöð 2, Bylgjuna, X-ið, Sýn, Bíórásina, Létt 96.7, Effemm 95.7 og bara meirihlutann af fjölmiðlaflórunni á íslandi. Allavega fæ ég það á tilfinninguna að Jón Ásgeir hafi tapað sér og bara ákveðið að ná sér niðri á Davíð og beita til þess öllum brögðum. Alveg síðan þetta viðtal við Davíð var á Rás 2 hefur þetta bara aukist jafnt og þétt.
Fjölmiðlar eru mjög öflugt vopn sem auðvelt er að misnota. Mér finnst eins og það sé búið að vera að beita þeim núna gegn Davíð og mér finnst ekkert einu sinni verið að reyna að fela það. Mér finnst þessi blaðamennska alltaf reyna að spila inná grunnhyggju og einfeldni fólks til að reyna að draga upp einhverja reiði og andúð. Í staðinn fyrir að það sé einfaldlega verið að segja fréttir þá finnst mér alltaf vera komið inní orðin einhverskonar kaldhæðni og reynt að hafa áhrif á hvaða skoðun ég eigi að hafa á málinu. ÞAÐ ER BARA ÁRÓÐUR.
En það er auðvitað tjáningarfrelsi á íslandi þannig að aðalástæðan fyrir þessu fjölmiðlafrumvarpi er ekki að það sé verið að tala illa um stjórnina og Davíð heldur að það er að myndast hér ástand sem getur í besta falli verið álitið "óheppilegt". Og þá ekki fyrir stjórnmálamenn heldur fyrir okkur almenning. Í mínum huga er það alveg ljóst að miðað við það hvernig ég hef séð þessum fjölmiðlum beitt í þessu máli að þá muni sömu aðilar ekki hika við að nota þessa tækni til að koma höggi á viðskiptasamkeppnisaðila sína sem mun hægt en örugglega stuðla að fákeppni á markaðnum. Og það á ansi mörgum sviðum. Baugur á meira en margann grunar. Persónulega þá finnst mér kannski að það sé í lagi að ég kaupi matinn, fötin, bensínið og allt sem ég nota í daglegu lífi af Baug. En að þeir séu færir um að forrita viðhorf mín og skoðanir með hjálp fjölmiðla?? NEI TAKK!!!!
Ég segi bara að þrátt fyrir að það sé skítalykt af mörgu sem þessi stjórn hefur gert þá styð ég hana 100% í þessu máli og styð Davíð Oddsson algjörlega.
Sammála, ég styð þetta frumvarp 100% en er orðin verulega þreyttur á Dabba!
En svo er málið bara það að þetta er orðið að stéttabaráttu blaðamanna Norðurljósa og fjölmiðlarnir eru misnotaði á hverri klukkustund í þeirri baráttu.