Heyri reglulega í einhverjum á BMW (vélarhljóðið er auðþekkjanlegt

- er líklega alltaf sami gaurinn ) taka nokkra hringi á hringtorginu við FG & Hofstaðaskóla í Garðabæ.
Bý þó ekki nálægt hringtorginu en heyri samt þegar þar er driftað með tilheyrandi látum. Er helv... pirrandi, sérstaklega þegar komið er fram yfir miðnætti virka daga.
Þetta fólk hefur alla mína samúð og vona ég að það verði loksins eitthvað gert í þessu, bæði komið í veg fyrir að það sé hægt að "drifta" á þessu hringtorgi (væri hægt að setja stálkúlur sem standa upp úr malbikinu - en gæti verið vandamál við snjómokstur) sem og að það verði loksins til einhver aðstaða fyrir menn til þess að geta leikið sér á.
Hin leiðin er að setja bara upp myndavélar og taka upp athæfið og kæra viðkomandi aðila fyrir umferðalagabrot

Á veturna eru svo aðrir "aparassar" á jeppum sem eru aðallega í því að keyra yfir hringtorgin sjálf hér í Garðabæ og engin furða að bæjaryfirvöld séu farin að setja "varnir" á hringtorgin til þess að koma í veg fyrir slíkt
