Ég er í einhverju ranting stuði þessa dagana, sorry about that.
Mín skoðun:
Eðlileg umræða á alltaf rétt á sér, hatur á mönnum eða stéttum, kynþáttum, kynhneigð, kyni, öfgaskoðanir, hótanir, hvatning til glæpa er ekki eðlieg umræða. Að t.d. takmarka spontant svör misvandaðra einstaklinga er ekki það sama og að bæla niður opinbera umræðu.
Við teljum t.d. rétt að ákveðnir einstaklingar fari með ákveðin mál fyrir okkur vegna þess að við teljum að þeir aðilar hafi eitthvað fram að færa fyrir okkur öll. Sama á við um formenn félagasamtaka, hagsmunasamtaka og annarra hópa. Við höfum ákveðið að það hafa ekki allir jafn mikið til málanna að leggja því að skoðanir sumra endurspegla ekki almennan vilja hópsins. Það sem menn segja opinberlega er yfirleitt endurspeglun ákveðins hóps manna, oft stórs hóps, sem deila skoðunum saman, en ekki persónulegar haturspælingar einhverja einstaklinga.
Öllum opið að skrifa greinar í blöðin, blöðin ákveða síðan hvort að þær eru prenthæfar. Ef fólk hefur eitthvað fram að færa opinberlega kemst það oftar en ekki til áhrifa á opinberum vetvangi, þá kemur það sínum málefnum á framfæri í krafti ákveðins hóps.
Því miður eru síðan svartir sauðir til þar sem annaðhvort ná að villa á sér heimildir eða komast í fjölmiðla í gegnum eigin auð eða áhrif.
Réttur rugludalla og öfgamanna til að tjá hatur sitt á einstaklingum eða ákveðinni stétt opinberlega og ná til allrar þjóðarinnar er úrkynjun á tjáningarfrelsinu og afskræming á opinni þjóðfélagsumræðu. Ég hef ekki einu sinni snert á því þegar menn fá að gera þetta nafnlaust.
Minni á gamla góða Lúkasarmálið. Hvað ef einhver hefði nú tekið sig til að reynt að drepa aumingja drenginn sem lenti í að vera ásakaður um að drepa hundinn í því máli? Þar var frábært dæmi um þá múgæsingu sem getur átt sér stað þegar öllum er gefinn ótakmarkaður réttur til að tjá sig á opinberum vetvangi.
Það er alkunna að þeir sem tjá sig á opnum vefum er ekki fólk sem endurspeglar almennan vilja eða skoðanir þjóðarinnar heldur yfirliett það fólk sem hefur sterkustu/öfga skoðanir á viðkomandi máli.
Þess vegna myndast oft ranghugmyndir hjá mörgum um það sem telst rétt og satt. Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir það að fólk tjái skoðanir sínar opinberlega ef þær eru þess virði að þær séu viðraðar Hinsvegar er vel hægt að stjórna því á skynsaman hátt, t.d. gerum við það sjálfir hér á BMWKrafti, með því að banna þá sem fara út fyrir strikið. Facebook gerir meira að segja það sama
Þetta snýst mikið um samsömun, menn hafa einhverjar skoðanir og vangaveltur jafnvel ranghugmyndir, og þegar þeir sjá eitthvað birt sem fellur að þeim skoðunum styrkjast þær, og geta á endanum leitt af sér það versta.