Með fullri virðingu og þess háttar.
Sá ágæti meðlimur sem sendi mér EP lét mig hafa símanúmerið sitt, svo langt vorum við nú komnir.
Ég veit ekki hvernig veður verður þessa dagana eða hvernig vinnan verður þar sem við erum að fá þyrlu í hendurnar sem þarf á skoðun að halda. Reynslan segir mér að ég og kollegar mínir MUNUM finna vandamál sem þarf að laga á þessum 5 dögum sem við höfum til að gera þyrluna klára. Sem getur mjög svo auðveldlega leitt til þess að við þurfum að vinna fram á kvöld þessa daga. Sem gæti gert það að verkum að ég myndi hreinlega senda viðkomandi snyrtilegt SMS með þökkum fyrir vinsemdina og gott tilboð.
Ég vill svo taka fram að ég fæ ekki standpínu yfir hvorki dekkjareyk, launch control né hringtorgum sem er slátrað "sidelæns".
Ég er alls ekki að leita mér að "spólrúnt" eða átján bláum á hafnarbakkanum. Ég vill líka taka það fram að ég er á fertugsaldri með ágætis menntun og skynsamur að flestu leyti, í ágætlega launuðu starfi og sanngjarn eftir fremsta megni.
Hvað varðar þessa fyrirspurn mína þá var ég ekki að leita eftir ok-piss rúnti um borgina og get ómögulega séð af hverju þú ert að blammera í þessum þræði. En þar sem það á að vera pláss fyrir alla og skoðanir þeirra þá ætla ég ekki að gagnrýna þín skrif neitt sérstaklega. Sýnist þörfin á því vera í lágmarki þar sem þú líkir þessu við að labba inn í verslun og taka hluti úr hillum án þess að gefa neitt fyrir þá.
Peace out gamli
