bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 16:51

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 61 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5  Next
Author Message
PostPosted: Thu 26. Jan 2012 18:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 23. Nov 2006 22:36
Posts: 1586
Vel gert alltaf verður þessi bíll Eigulegri

_________________
Stefán Haukur
VW Golf MKV Gti
VW Golf MK4 seldur
BMW E36 323i Seldur
Honda Civic Seldur
BMW 318ia E36 rifinn
You'll Never Walk Alone


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Thu 16. Feb 2012 22:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
It runs!!

Fékk frábærar fréttir frá Eðalbílum í dag. Þeir komust sem sagt að því af hverju bíllinn væri svona lengi í gang.

Vandamálið var að bíllinn startaði og startaði og tók illa við sér. Svo drullaðist hann í gang á endanum en eftir það þá var hann bara fínn. Gekk fínan lausagang og ekkert að.

En vandamálið var sem sagt að orginal þjófavörnin í bílnum var að valda einhverjum röngum skilaboðum. Davíð hjá Eðalbílum klippti hana frá og bíllinn rauk þá strax í gang við start. Frábært.

Davíð talaði um að það væri algengt að í svona swap aðgerðum að svona vandamál gætu verið að koma upp. Menn vita alla vega af þessu ef þeir eru að swappa. Davíð getur kannski útskýrt þetta betur ef hann hefur áhuga á.

En bíllinn alla vega gengur og keyrði ég hann upp í aðstöðu hjá mér áðan. Gat lítið prufað hann almennilega fyrir snjónum yndislega sem gerði vart við sig í dag. En svona það sem ég gat gefið honum inn þá rótvinnur þessi mótor. Mjög gott tog og almennt bara rosalega fínt að keyra bílinn. Greinilega mjög heilt og gott boddí, fjöðrun og fóðringar.

Ég kem svo með myndir þegar ég er búinn að skella nýjum listum, orginal síuboxi, þrífa aðeins og sjæna.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 17. Feb 2012 00:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Sep 2006 09:39
Posts: 3691
Flottur!
Þetta er það sama og minn var örugglega að basla við

_________________
BMW E39 530D '03 ///M-Tech - Stations
BMW E39 540i '00 - Sedans

E39 k1ng
Sævar P.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 17. Feb 2012 03:26 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Ljómandi gott að heyra :thup:

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Fri 17. Feb 2012 08:06 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sat 18. Sep 2010 19:20
Posts: 115
það var akkurat líka þjófavörnin í Ub-151


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. Feb 2012 21:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Eftir að ég fór og náði í bílinn hjá Eðalbílum þá kom nátturulega ekki til greina að fara að nota hann..... Það er ekki minn stíll! :lol:

Ég fór með bílinn upp í aðstöðu hjá mér og byrjaði svo aðeins að laga þessi smáatriði sem voru eftir.

Svona í grófum dráttum þá var planið svona.

- Skvera hurðarlistann nýja á bílinn. Ég keypti komplett sett frá Schmiedmann úti.
- Nýtt inntakshné, gamla var orðið ansi dapurt.
- Orginal síubox ásamt öllu tilheyrandi
- Skoða betur í skottið á bílnum, hann var töluvert votur þegar ég eignaðist hann. Finna út hvar lekur inn og laga til.
- Taka bílinn alveg í gegn að innan. Mála sæti, djúphreinsa teppi osfv.
- Græja frágang á rafkerfi í húddi.

Myndir.

Image

Þarna sitja þeir orðið félagarnir. Skemmtilegt einmitt að ég á orðið tvo vona E90 17" felguganga. Líkar helvíti vel við þessar felgur.
Er ansi heppinn með þessa aðstöðu. Hef nóg pláss þarna fyrir bílana mína (get verið með svona 3-5 bíla inni)
Verst er að engin lyfta eða neitt svoleiðis er þarna.

Image

Pústkúturinn góði. Keypti þetta á útsölu hjá Bílabúð Benna fyrir jól. Kemur svo í ljós hvernig þetta soundar. Ég er svona að hallast að því að láta smíða púst undir bílinn með þetta. Hann er með einfalt kerfi nú þegar, ætli ég taki ekki 2.5" frá grein og sleppi hvarfanum, set eina túpu á leiðinni til að drepa frethljóðið.

Image

Búinn að hrúa smá drasli í skottið. Þetta leit ekkert svakalega snyrtilega út þegar bíllinn var keyptur.. Ætla að sjá hvort ég geti jafnvel fundið mér innmatinn í skottið úr öðrum bíl. Alla vega gólfmottuna og hliðarplöstin.

Image

Orðinn snyrtilegur vélarsalurinn.

Image

Smá hreinleikamunur að sjá ofan í húddið á touring og coupe.

Image

Stal loftsíunni til að byrja með úr E30 hjá mér. Útvegaði mér svo 6 cyl loftsíubox sem ég gat notað.

Image

Image

Allt annað að sjá þetta með orginal boxinu.

Image

Tók til í aðstöðunni svona í leiðinni þegar maður var að brasa. Ótrúlegt hvað það fylgir manni mikið af drasli :angel:

Image

Það er eitthvað búið að safnast að dekkjum undanfarið.

Image

Þetta verður rönnað á sumarfelgunum.

Image

Ákvað að skella Mtech hurðarlistanum á. Gekk ekki að vera með "tape-lista" mikið lengur.

Image

Ég keypti komplett sett frá Schiedmann úti. Þeir pökkuðu þessu ansi vel og þetta skemmdist ekkert á leiðinni.

Image

///M merkið á öðrum listanum aðeins orðið snjáð. Sem betur fer ekki listinn sem mig vantar.

Image

Allt annað. Þarf svo að taka sjæn á bílinn fljótlega.

Image

Skottið eftir að það var búið að taka allt draslið og ryksuga þetta örlítið.

Image

Image
Ekki mjög smekklegt.

Búinn að rusla mest öllu úr skottinu. Þetta var nú ekki eins slæmt eins og ég var farinn að halda.

Image

Það hafa verið einhverjar græjur í þessum bíl hjá fyrri eiganda. Stefni nú bara á því að rífa þetta úr.

Image

Var mjög ánægður þegar ég losaði boxið upp þar sem rafgeymirinn er venjulega í þessum bílum. Venjulega er þetta allt orðið haugryðgað en þetta leit nú bara nokkuð vel út, þarf að þrífa þetta betur og skoða.

Image

Ég komst nú fljótlega hvaðan hafði verið að leka í skottið á bílnum. Fann í raun og veru eina alvöru ryðið í bílnum.. En það er nú á þægilegum stað til þess að gera við.

Image

Ekki fallegt. Skelfilegt að leyfa þessu að grassera svona.

Image

Image

Ég fann leðurlit í skottinu á bílnum. Hann virðist vera grár. Veit einhver hvað þessi ljósgrái leðurlitur í BMW heitir ? Er að velta fyrir mér hvort þetta sé réttur litur á þessu sæti.

Image

Image

Svo er þetta á verkefnalistanum. Ég og Axel notuðum E34 IX rafkerfi á mótorinn (úr donor bílnum) og því miður er það ekki nógu langt. Þannig það var langt aðeins í því innan í boxinu þarna sem sést opið. En það þýddi að skera örlítið á gúmmi ofl þannig þetta stendur svona opið. Mín hugmynd var jafnvel að fá svona rafmagnsherpihólka eins og maður setur á samskeyti á lóðningum ofl og bræða yfir þetta? Eru menn með einhverja töfralausn á þessu fyrir mig ?

Þarf að drífa mig að klára þennan bíl til að ég geti farið að nota þetta :thup:

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. Feb 2012 21:47 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sat 28. Jul 2007 14:28
Posts: 5509
Location: 108 Reykjavík
Er þessi kútur bæði með tvöföld inlet og outlet?

_________________
Ódýrir OEM Bosch súrefnisskynjarar til sölu!

Vantar þig aðstoð við að panta af ebay eða annarstaðar á netinu? Sendu mér PM.

1994 BMW E36 332i sedan
1991 Chevrolet Camaro Z28
1982 Toyota Carina A60
2005 Ford Fiesta ST


Svezel wrote:
Þú ert svo mikill bíla-hipster að það er ekki fyndið :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. Feb 2012 22:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
gardara wrote:
Er þessi kútur bæði með tvöföld inlet og outlet?


Nei, ég tók kút með einföldu inleti vegna þess að það er bara einfalt púst undir honum. En það var hægt að fá þá með tvöföldu inleti líka.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Tue 21. Feb 2012 22:48 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Thu 12. May 2005 12:34
Posts: 1064
Location: Selfoss/Hveró
Flott update! :thup:

Og geðveik aðstaða þótt að það sé nú ekki lyfta....

bara að maður hefði svona fyrir 1 bíl :)

_________________
BMW E34 525i Sedan 1991 *LSD*
BMW E36 320i Touring 1995 .. seldur
BMW E34 520i Touring 1994 .. seldur
BMW E36 320i 1997 Seldur .. í partamat í DK
BMW E39 525D Touring 2003 seldur ... snilldar tæki
BMW E34 525i 1992 seldur með mikilli eftirsjá


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Feb 2012 00:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. Jul 2007 13:51
Posts: 1834
Location: Rkv
Sjiii svalir bílar sem þú átt!

_________________
E39M5
A35AMG


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Feb 2012 00:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 25. Sep 2006 09:39
Posts: 3691
Sömu kútar og ég er með undir minum
OEM kerfi nema kútarnir undan

_________________
BMW E39 530D '03 ///M-Tech - Stations
BMW E39 540i '00 - Sedans

E39 k1ng
Sævar P.


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Feb 2012 00:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 17. Apr 2008 23:20
Posts: 5217
Location: HérogÞarogAllstaðar
Góður, ert að gera flotta hluti, seldi hann í góðar hendur :thup:

_________________
BMW E30 316i 1988

ROCKSTONE DAY PROJECTS ON YOUTUBE


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Feb 2012 10:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
gunnar wrote:
En vandamálið var sem sagt að orginal þjófavörnin í bílnum var að valda einhverjum röngum skilaboðum. Davíð hjá Eðalbílum klippti hana frá og bíllinn rauk þá strax í gang við start. Frábært.

Davíð talaði um að það væri algengt að í svona swap aðgerðum að svona vandamál gætu verið að koma upp. Menn vita alla vega af þessu ef þeir eru að swappa. Davíð getur kannski útskýrt þetta betur ef hann hefur áhuga á.


Davíð gerði það sama hjá mér eftir seinna swappið mitt í z3. Eitt snipp-snipp og stórt vandamál út sögunni.

Þvílíkt flott progress á þessu hjá þér.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Feb 2012 10:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Æðislegur bíll


Verður flottur í sumar 8)

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Wed 22. Feb 2012 11:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
Ekki slæmur floti af þristum sem þú átt :)

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 61 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3, 4, 5  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group