Eftir að ég fór og náði í bílinn hjá Eðalbílum þá kom nátturulega ekki til greina að fara að nota hann..... Það er ekki minn stíll!
Ég fór með bílinn upp í aðstöðu hjá mér og byrjaði svo aðeins að laga þessi smáatriði sem voru eftir.
Svona í grófum dráttum þá var planið svona.
- Skvera hurðarlistann nýja á bílinn. Ég keypti komplett sett frá Schmiedmann úti.
- Nýtt inntakshné, gamla var orðið ansi dapurt.
- Orginal síubox ásamt öllu tilheyrandi
- Skoða betur í skottið á bílnum, hann var töluvert votur þegar ég eignaðist hann. Finna út hvar lekur inn og laga til.
- Taka bílinn alveg í gegn að innan. Mála sæti, djúphreinsa teppi osfv.
- Græja frágang á rafkerfi í húddi.
Myndir.
Þarna sitja þeir orðið félagarnir. Skemmtilegt einmitt að ég á orðið tvo vona E90 17" felguganga. Líkar helvíti vel við þessar felgur.
Er ansi heppinn með þessa aðstöðu. Hef nóg pláss þarna fyrir bílana mína (get verið með svona 3-5 bíla inni)
Verst er að engin lyfta eða neitt svoleiðis er þarna.

Pústkúturinn góði. Keypti þetta á útsölu hjá Bílabúð Benna fyrir jól. Kemur svo í ljós hvernig þetta soundar. Ég er svona að hallast að því að láta smíða púst undir bílinn með þetta. Hann er með einfalt kerfi nú þegar, ætli ég taki ekki 2.5" frá grein og sleppi hvarfanum, set eina túpu á leiðinni til að drepa frethljóðið.

Búinn að hrúa smá drasli í skottið. Þetta leit ekkert svakalega snyrtilega út þegar bíllinn var keyptur.. Ætla að sjá hvort ég geti jafnvel fundið mér innmatinn í skottið úr öðrum bíl. Alla vega gólfmottuna og hliðarplöstin.

Orðinn snyrtilegur vélarsalurinn.

Smá hreinleikamunur að sjá ofan í húddið á touring og coupe.

Stal loftsíunni til að byrja með úr E30 hjá mér. Útvegaði mér svo 6 cyl loftsíubox sem ég gat notað.


Allt annað að sjá þetta með orginal boxinu.

Tók til í aðstöðunni svona í leiðinni þegar maður var að brasa. Ótrúlegt hvað það fylgir manni mikið af drasli

Það er eitthvað búið að safnast að dekkjum undanfarið.

Þetta verður rönnað á sumarfelgunum.

Ákvað að skella Mtech hurðarlistanum á. Gekk ekki að vera með "tape-lista" mikið lengur.

Ég keypti komplett sett frá Schiedmann úti. Þeir pökkuðu þessu ansi vel og þetta skemmdist ekkert á leiðinni.

///M merkið á öðrum listanum aðeins orðið snjáð. Sem betur fer ekki listinn sem mig vantar.

Allt annað. Þarf svo að taka sjæn á bílinn fljótlega.

Skottið eftir að það var búið að taka allt draslið og ryksuga þetta örlítið.


Ekki mjög smekklegt.
Búinn að rusla mest öllu úr skottinu. Þetta var nú ekki eins slæmt eins og ég var farinn að halda.

Það hafa verið einhverjar græjur í þessum bíl hjá fyrri eiganda. Stefni nú bara á því að rífa þetta úr.

Var mjög ánægður þegar ég losaði boxið upp þar sem rafgeymirinn er venjulega í þessum bílum. Venjulega er þetta allt orðið haugryðgað en þetta leit nú bara nokkuð vel út, þarf að þrífa þetta betur og skoða.

Ég komst nú fljótlega hvaðan hafði verið að leka í skottið á bílnum. Fann í raun og veru eina alvöru ryðið í bílnum.. En það er nú á þægilegum stað til þess að gera við.

Ekki fallegt. Skelfilegt að leyfa þessu að grassera svona.


Ég fann leðurlit í skottinu á bílnum. Hann virðist vera grár. Veit einhver hvað þessi ljósgrái leðurlitur í BMW heitir ? Er að velta fyrir mér hvort þetta sé réttur litur á þessu sæti.


Svo er þetta á verkefnalistanum. Ég og Axel notuðum E34 IX rafkerfi á mótorinn (úr donor bílnum) og því miður er það ekki nógu langt. Þannig það var langt aðeins í því innan í boxinu þarna sem sést opið. En það þýddi að skera örlítið á gúmmi ofl þannig þetta stendur svona opið. Mín hugmynd var jafnvel að fá svona rafmagnsherpihólka eins og maður setur á samskeyti á lóðningum ofl og bræða yfir þetta? Eru menn með einhverja töfralausn á þessu fyrir mig ?
Þarf að drífa mig að klára þennan bíl til að ég geti farið að nota þetta
