góðir hlutir gerast hægt sagði einhver.. þetta skeður miklu hægar en það, enda eins og ég hef sagt áður þá er þetta nú bara hobbý og ekki skipt mig neinu höfuðmáli drífa þetta á götuna.
tók góða rispu í honum 2010, reif allt undan honum að aftan, sandblés, epoxy grunnaði, sprautaði og pólýhúðaði, áður hafði ég verið búinn að vinna niður og mála 3/4 af botninum, græjaði einnig slatta í fjöðrunini og setti racetronix fuel system í hann, en svo um haustið þá setti ég hann í geymslu og leit ekki svo mikið sem á hann fyrr en ég náði í hann í desember síðastliðnum og fór með hann í aðstöðuna sem ég ásamt fleyri erum með.
henti undir hann grindartengingunum, en það eru stálbitar sem bolta/sjóða saman subframe-in í bílnum og grjótstífa boddýið af
henti svo í hann polý gírkassapúða, en þá er allt nema framspyrnunar orðnar polý.
keypti svo loksins felgur og dekk undir hann, alvöru Torg'n trustII 9.5" að framan og 11" að aftan, 275/40 að framan og 315/35 að aftan.
tek það fram að hann er mun hærri á myndunum en hann er, tók myndirnar eftir að ég slakaði honum niður af búkkum, en hann var búnað vera á þeim í 3-4 mánuði.


hérna er hann búinn að setjast aðeins

tók mig svo til að kláraði að græja á honum "rassgatið" hafði hent þessu undir í flýti og átti eftir að klára bremsurnar og smá frágang. tók mig svo til og vann niður hjólaskálarnar og sprautaði þær, núna er allt sem maður sér þarna nýmálað eða nýtt, verst að ég var ekki með myndavélina mína þannig að þessar símamyndir verða að duga


svo kláraði ég loksins annað verkefni sem hefur hangið yfir mér lengi. fékk þá hugdettu fyrir 3árum að setja stóla úr nýmóðins turbo bíl, fékk tvö stk úr tjónabíl og áhvað að reyna þetta.. eftir að ég byrjaði komst ég nú á það að þetta væri ógeranlegt, stólarnir voru það stórir að þeir þurftu að sitja hárrétt annars næðu þeir upp í topp.
einnig rak ég mig þá staðreynd að meðan stólarnir úr camaronum voru 1 heilt stykki sem var svo bara boltað á bracket og í bílinn, þá voru þessir með lausri setu/baki sem var svo boltað í risa bracket úr hertu stáli og sleðarnir neðan á það bracket,
ég endaði á að skera þetta allt í ræmur og aðkilja partinn sem heldur stólnum saman frá hinu. á farþegastólnum boltaði ég og punktsauð svo bracketin undan camaro stólnum saman við þetta og þá smellpassaði stóllinn í. og er nákvæmlega réttur í hæð og afstöðu.
þá var bílstjórasætið eftir. en það var 6way rafstýrt og undir því risastórt bracket sem færðist upp/niður fram/aftur og tiltaði, ég prufaði að bolta það saman við körfustólin og setti stólinn í og stóð stóllinn þá nánast upp úr toppnum.
þá reif ég risa bracketið í frumeyndir, skar festingarnar sjálfar undan því, og mátaði þær undir stólin og þá gékk það. og stóllinn alveg perfect í

þá var hinsvegar það vandamál til staðar að bílstjórasætið var alveg fast og ekki hægt að renna því fram eða aftur
þá fór ég aftur í risa bracketið góða, tók einn mótorinn sem hafði verið í því og 2 tjakka, þræddi vírana fyrir þann mótor úr lúminu og skar svo úr frame-inu í körfustólnum fyrir mótorunum og kom þeim fyrir þar, og voila nú er stóllinn rafstýrður fram/aftur sem er snilld

hérna sést mótorinn

núna er ég svo byrjaður að spá aðeins í innréttinguni, að finna stóla í sama lit og mælaborðið/stokkurinn var náttúrulega snilld, en bíllinn var hinsvegar 2tone að innan og ljósgrár aftan í en dökkur framm í, ljósgráa plastið hefur alltaf farið mikið í mig,
eftir nokkrar pælingar fann ég út að 3 árgerðir af firebird komu með restini af innréttinguni í þessum lit, og keypti ég innréttingu frá mælaborði og aftur úr sem er ennþá úti í US
hérna sést hurðaspjaldið, takið eftir hvernig það er ljósgrátt að neðan

hérna er svo annað hurðaspjaldana sem ég keypti, það er í sama lit og nýju plöstin, og mælaborðið/stokkurinn og stólarnir,
bíllinn verður þá allur einlitur alveg dökkur að innan. þessi hurðaspjöld eru úr Trans Am og eins og sést allt öðruvísi en camaro hurðaspjöldin, og þurfa því smá breytingar til að passa í. svo set ég leður í stað áklæðisins

eftir þetta verður bíllinn algjörlega uniqe að innan, og hlakkar mig mikið til að sjá hvernig þetta kemur út
kv, íbbi