John Rogers wrote:
Held að Apple TV virki ekki hérna nema með mods?
Maður getur notað apple TV hérna án þess að breyta neinu, og verslað dót úr iTunes store. Þú þarft bara að stilla
location á viðeigandi land og vera með account og inneign í viðkomandi búð (t.d. í US store ef þú ætlar að nota hana)
Þú getur ekki verið með íslenska kreditkortið þitt hengt við US store en leysir það með því að kaupa inneign (t.d. á
eplakort.is) eða í búð í BNA. Þú getur hins vegar verið með íslenska kortið þitt skráð í UK store án vandamála.
Svo er víst til einhver íslensk itunes búð líka sem ég hef ekki prófað né veit hvaða úrval er þar.
Ef þú vilt geta notað netflix og annað í gegnum "internet" menuið í tækinu þá þarftu að fara í gegnum t.d. Playmo.
Það tekur 5 sek að stilla það og svínvirkar. Kaupir svo bara áskrift hjá netflix og þú ert good to go.
Ég nota þetta mikið og þetta er algjör snilld. Mjög góð gæði í myndunum og tekur nokkrar sek að byrja að spila.
Reyndar er þetta utanlands download drasl hérna á Íslandi frekar leiðinlegt þar sem hver mynd streymuð í gegnum
þetta virðist vera að snæða 3,5-4gb af gagnamagni
Svo notarðu bara Remote appið í iPhone til að stýra þessu öllu og streyma tónlist, myndir og video í gegnum
heimanetið, tölvuna og whatever
