Jæja þá er fínt að halda áfram með myndir og hvernig ferlið er búið að vera hingað til.

Short shifterinn góði.

Vélarsalurinn allur að koma til.

Bling viftuspaði

Pústkúturinn. Hlífin undir honum var alveg búin þannig henni var kippt af. Það er bara einfaldur kútur undir honum en það er búið að kaupa kút sem er tvöfaldur út. Mun koma til með að lúkka mjög vel í OEM stíl OO

Farin að koma meiri mynd á bílinn. Felgurnar undan Touring lúkka bara nokkuð vel undir honum.


Framendinn kominn að mestu saman og bílinn farinn að taka á sig mynd. Setti ljósin úr Touring á bílinn með angel eyes. Kemur mjög vel út.

Bíllinn er sem sagt kominn í gang og gengur alveg hrikalega vel. Það er smá pickles með að koma honum í gang reyndar, hann vill starta lengi og dregur í gang. En þegar hann er kominn í gang er allt eðlilegt.
Bíllinn er hjá Eðalbílum núna í smá lestri og þeir ætla að leggja yfir þetta. Ég og Axel vorum búnir að troubleshoota þetta frekar ítarlega en komumst ekki nærri vandamálinu. Ætluðum að leyfa þeim hjá Eðalbílum að spreyta sig á þessu og sjá hvað setur.
Einnig er búið að kaupa sumarfelgur undir þennan bíl og mun ég birta myndir af þeim þegar ég fæ dekkin á þær og er búinn að skvera aðeins til. Held að það muni koma til með að lúkka alveg svakalega vel. Þarf að fara leigja mér brettarúllara
Smá listi yfir það sem er búið að gera og skipta um:- M50B25 mótor keyptur.
- Farið yfir mótor. Keypt var komplett neðra slípisett, pakkdósir ofl.
- Keypt ný kerti NGK.
- Skipt um bensínslöngu að mótor.
- Nýtt hné að throttlebody fyrir loftsíu
- Skipt um pakkdós í gírkassa.
- Skipt um hjólalegu farþegamegin að aftan.
- 4 cyl mælaborði skipt út fyrir 6 cyl mælaborð.
- Mtech hurðarlisti keyptur. Vantaði á bílinn þegar ég kaupi hann. Keypti komplett sett úti. Ef einhverju vantar í settið hjá sér þá á ég alla hurðalistana nema á farþegahurðina.