Jæja, Jobbi og ég kláruðum kúplingsskiptin klukkan þrjú í nótt

reyndar skipti yfirmekkinn um segulrofa í sínum bimma í leiðinni. Við gátum ekki haldið áfram á sunnudeginum þar sem það vantaði varahluti fyrir 600 kall
Ég hef aldrei staðið í svona stússi og þótti þetta bara skemmtilegt og mjög áhugavert enda lærði ég helling af þessu þó svo ég hafi nú aðallega handlangað framan af.
Við byrjuðum á því að losa pústið undan, allt ryðgað og fast þannig að það fóru örugglega 3-4 tímar í það. Næst drifskaftið, svo losuðum við gírkassan og gekk það allt vel. Þá var komið að því að losa kúplingshúsið frá og var það erfitt því MJÖG erfitt er að komast að tveimur boltum og var annar þeirra meira að segja laus! Minnsta málið var að setja kúplinguna í og svo gekk ágætlega að koma öllu draslinu saman aftur.
Við skiptum um kúplingus, pressu og legu, auk þess eitthvað lítið plaststykki sem var brotið og olli því að kúplingin titraði og svo í síðasta lagi skiptum við um leguna inn í swinghjólinu (takk fyrir ábendinguna Sæmi). Reyndar var skemmtileg aukaverkun að Jobbi tók eftir því að skynjarinn fyrir bakkljósin var ótengdur (enda hafa þau aldrei virkað) en núna er hvít og falleg flóðlýsing að aftan.
Næsta mál á dagskrá er að skipta um pústið en það er ónýtt eins og það leggur sig, BJB veitir kraftsmönnum 15% afslátt þannig að ég hringi í þá í dag.
Því miður gleymdi ég myndavélinni aftur
Allavega var þetta skemmtilegt og mjög ánægjulegt að sjá hvað bíllinn er lítið slitinn mekkanískt séð, sílsinn er farþegamegin er orðin lasinn þó þar sem tjakkurinn fer undir hann.
Nú fer bimminn að verða góður - þá er það 911 bíllinn næst
