bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 22. May 2025 16:02

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
PostPosted: Tue 04. May 2004 08:31 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Jæja, Jobbi og ég kláruðum kúplingsskiptin klukkan þrjú í nótt =D> reyndar skipti yfirmekkinn um segulrofa í sínum bimma í leiðinni. Við gátum ekki haldið áfram á sunnudeginum þar sem það vantaði varahluti fyrir 600 kall :lol:

Ég hef aldrei staðið í svona stússi og þótti þetta bara skemmtilegt og mjög áhugavert enda lærði ég helling af þessu þó svo ég hafi nú aðallega handlangað framan af.

Við byrjuðum á því að losa pústið undan, allt ryðgað og fast þannig að það fóru örugglega 3-4 tímar í það. Næst drifskaftið, svo losuðum við gírkassan og gekk það allt vel. Þá var komið að því að losa kúplingshúsið frá og var það erfitt því MJÖG erfitt er að komast að tveimur boltum og var annar þeirra meira að segja laus! Minnsta málið var að setja kúplinguna í og svo gekk ágætlega að koma öllu draslinu saman aftur.

Við skiptum um kúplingus, pressu og legu, auk þess eitthvað lítið plaststykki sem var brotið og olli því að kúplingin titraði og svo í síðasta lagi skiptum við um leguna inn í swinghjólinu (takk fyrir ábendinguna Sæmi). Reyndar var skemmtileg aukaverkun að Jobbi tók eftir því að skynjarinn fyrir bakkljósin var ótengdur (enda hafa þau aldrei virkað) en núna er hvít og falleg flóðlýsing að aftan.

Næsta mál á dagskrá er að skipta um pústið en það er ónýtt eins og það leggur sig, BJB veitir kraftsmönnum 15% afslátt þannig að ég hringi í þá í dag.

Því miður gleymdi ég myndavélinni aftur :(

Allavega var þetta skemmtilegt og mjög ánægjulegt að sjá hvað bíllinn er lítið slitinn mekkanískt séð, sílsinn er farþegamegin er orðin lasinn þó þar sem tjakkurinn fer undir hann.

Nú fer bimminn að verða góður - þá er það 911 bíllinn næst :roll:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 04. May 2004 09:34 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Magnað :)

Maður lærir svo endalaust mikið á því að grúska svona! 8)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 04. May 2004 09:51 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
arnib wrote:
Magnað :)

Maður lærir svo endalaust mikið á því að grúska svona! 8)


já - ég þakka stuðningin, maður var hálfpartinn manaður í þetta... ég er nú bara vanur að fara á verkstæði og borga :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 04. May 2004 12:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Helv. að þú hafir gleymt camerunni :evil:

Gott að þetta tókst alla vega vel :)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. May 2004 16:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Nú sérðu hvað þú sparar að vera með gamlann bíl ;)

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 06. May 2004 16:38 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
gstuning wrote:
Nú sérðu hvað þú sparar að vera með gamlann bíl ;)


Ég ég komst nú að því strax og ég keypti M5 en það var öðruvísi sparnaður - ég held ég eigi seint eftir að eiga nýjan bíl aftur.

En nú vantar mig púst í bimmann og er að fara með 911 bílinn í yfirhalningu á eftir - þannig að það er smá verkefni í gangi 8)

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group