Jæja snillingar, hvaða jeppum/jepplingum mælið þið með á 5 milljónir (plús/mínus milljón) sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Ekki eldri en 2006 og ekki ekinn meira en 100 þús. (endursala vonlaus síðar meir ef hann verður eitthvað notaður hjá okkur).
- Stór hluti aksturs fer fram innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu en þarf þó að vera hægt að fara óhikað á grófa malarvegi í ferðalögum sumarsins. Förum dálítið út á land á veturnar þannig hann þarf að fíla sig í snjó.
- Erum bara tvö þannig að plássið er ekki aðalatriðið, en þó að sjálfsögðu í plús ef hægt að troða dálítið vel í hann af dóti.
- Æskilegt að meðaleyðsla sé ekki í 20+ lítrum.
Vil í sjálfu sér ekkert setja mikið meiri constraint á þetta. Hef pælt í þessum usual suspects s.s. X5, RR Sport og ML en það hlýtur að vera eitthvað meira af dóti þarna úti sem vert er að skoða sem ég hef bara ekki látið mér detta í hug. Ég er ekki að leita að hálfgerðu landbúnaðartæki eins og Patrol - líklega ágætt að taka að fram áður en jeppakarlarnir missa sig.
