Svezel wrote:
En hvað kostar að gelda karlmann?
Btw þá skil ég Jón vel og er alveg á sömu línu og hann, barnlaus með kött. Mig langar ekkert í börn núna og ef sundmennirnir verða allir orðnir slappir þegar löngunin kemur þá eru milljónir af munarlausum börnum í heiminum sem vantar heimili
Fundimental munur á ófrjósemisaðgerð á Karlmanni og geldingu á ketti. þannig að Karlmenn eru ekki geldir í þeirri merkingu orðsins þar sem að allur búnaður til frjóvgunar er enn til staðar, aðeins aftengdur (mögulega tímabundið). Ætli það kosti samt ekki um 50,000 krónur að fara í herraklippingu.
það er rétt, það er pressa frá samfélaginu, ég fann verulega fyrir þessu á sínum tíma frá foreldrum, tengdaforeldrum, frænkum, frændum, nánast öllum. Alveg gersamlega óþolandi á sínum tíma og í raun virkaði það letjandi á mig. Við vorum búin að vera saman í næstum 10 ár þegar fyrsta barn kom og það fannst mörgum alveg óskiljanlegar aðstæður.
Þannig að ég var nákvæmlega eins og þið fyrir 10 árum síðan, var í skóla, átti konu og íbúð og fjölmörg áhugamál sem mér fannst passa illa við barneignir, átti meira að segja kött (hann Valda) og langaði EKKERT í börn, reyndar fannst mér alveg fáránlegt hvað fólk var æst í að fjölga mannkyninu.
En það var svo ákveðið í brúðkaupsferðinni (árið 2000) að fyrsta barn myndi koma 2 árum seinna, sem stóðst. Ég ætla því að veifa reynslukortinu hérna

hlutirnir breytast aaaaaaaaansi fljótt, löngun í hitt og þetta kemur og annað hættir að vera top of mind.
Við breytumst allir yfir tíma, sjáðu t.d. sjálfan þig nafni. Þú ert með töluvert aðra sýn á marga hluti í dag heldur en fyrir kanski ekki nema 5 árum síðan, þegar allt snérist um 18bláa, brennivín og bjartara Xenon.

P.s. Sundmennirnir verða ekki slappir fyrr en mjög seint, það er hinsvegar lendingarpallurinn sem hefur mun skemmra "shelf life". Þannig að það er nóg tími fyrir karlmenn að eiga börn svosem.