Smá update á þennan.. síðan síðast er ýmislegt búið að græja og gera:
- Byrjaði á að setja
réttu númerarammana á bílinn.

- Skipti um miðstöðvarmótstöðu
- Skipti um glasahaldarann frammí
- Skipt um fóðringar í framspyrnum
- Skipt um efri spyrnu að aftan
- Skipt um fóðringu í stýrisupphengju
- Dagljósabúnaður virkjaður
- Samlæsingum breytt þannig að þær læsa ekki lengur hurðum þegar bíllinn er kominn af stað (hrikalega pirrandi eins og þetta var áður! Hurðir læstust á ferð og þurfti að ýta tvisvar á fjarstýringu til að opna aðrar hurðir en bílstjórahurðina.. einhver paranoiustilling frá Belgíu

)
- Keypti 17" Style 66 og ný Toyo vetrardekk, þá ætti bíllinn að vera orðinn nokkuð vel skóaður fyrir veturinn.

- Lét sprauta húddið og laga eitthvað smávegis aukalega, m.a. þetta klassíska við bensínáfyllinguna og blettað og lokað í steinkast allan hringinn fyrir veturinn.
- Krómnýru eru komin á og nýtt merki á húddið
- Og svo er það ongoing verkefni að skrúbba Suðurnesjamökkið (sem er ekkert svakalega slæmt en fannst samt smá) sem carhartt er að vísa í úr innréttingunni og gengur bara mjög vel.
Þvílíkt þægilegt að keyra hann eftir fóðringaskiptin og nýju vetrardekkin. Fyrst var tilfinningin eins og að vera með hellu fyrir eyrunum, allt veghljóð hvarf algerlega og svo smooth að keyra! Bíllinn er líka miklu þéttari í akstri, beygum o.þ.h. Það finnst örlítill titringur við bremsun en mjög lítið og líklega ekkert sem tekur því að eltast við fyrr en kemur að því að endurnýja í bremsum.
Svo lenti ég í fúski frá einhverjum fyrri eigenda þegar ég ætlaði að skipta um merkið á húddinu.. þá kom í ljós að merkið hafði verið kíttað á húddið með risastórri svartri kíttisklessu og meira að segja verið sprautað yfir plasttappana sem fara í húddið og merkið á að festast í. Hver gerir svona??!?

Svo kom í ljós þegar ég reyndi að fjarlægja kíttið að kíttið var fastara við lakkið en lakkið við grunninn svo í staðinn fyrir að bletta aðeins í húddið fyrir veturinn þurfti að sprauta það allt.. EN þetta er orðið flott núna!

Allt í allt er bíllinn bara að venjast mjög vel, alveg merkilegt í raun hvað E39 eru vel heppnaðir bílar! Verð að vera sammála því sem hefur komið fram oftar en einu sinni hérna á spjallinu að 540i eru snilldarbílar!

Hér eru svo nokkrar nýlegar myndir... Hef samt ekki náð að taka myndir af honum á Style66 eða með krómnýrunum en það kemur vonandi fljótlega!
Bílastæðaklukkan er farin úr framrúðunni!


Krókurinn flottur í bakgrunninum...


Stefni á að fríska upp á rauða litinn á bremsudælunum eftir veturinn..

Nýju vetrarskórnir:
