batti wrote:
B2 er það þá bara toppurinn á ísjakanum?
Já það má eiginlega segja það
batti wrote:
En sögurnar sem ég hef heyrt eru margar og misjafnar. Þetta virðist vera easy peasy (t.d. í grikklandi) og menn taka próf úr 2-3 vikna námsefni (stæ, eðl o.s.frv) og allskyns jólasveinar að rúlla þessu upp. Það er nú ekki erfitt að ná að geyma fróðleik í 2-3 vikur í senn.
Í skólanum í Skotlandi er oft meira en 6 mánaða bið milli þess að læra hlutinn og að taka próf í þessu
batti wrote:
Hvað þýðar þessar B1, B2 tölur ? Hversu langt í vinnu kemst maður á þessari menntum sem tækniskólinn er að bjóða uppá? Er þetta bara A-Ö ?
B1.1 er Aeroplanes Turbine
B1.2 er Aeroplanes Piston
B1.3 er Helicopters Turbine
B1.4 er Helicopters Piston
Og svo
Category B2: Maintenance certifying technician - avionic
Þetta nám sem tækniskólinn er með, ég veit ekki hvort það sé 17 mánaða eða 7, en ef að það sé 7 mánaða þá er þetta örugglega bara bóklegi parturinn.
Þú þarft þá að vinna í 3-5 ár og eftir þann tíma færðu skírteinið.
batti wrote:
En til að svara Ömmudriver. Flugvirkjanámið virðist koma í tísku reglulega. Lestu þetta aftur, ég sagði að bransinn hérna heima sé ekki stór. Hann er það ekki. Það er ekki þörf fyrir marga nýja einstaklinga í þetta og til þess að fá eitthvað þá þarftu að vera rosalega náinn þeim sem stjórna. Fyrir mér hefur þetta ekkert með framtíðareftirspurnir að gera. Það er ekki hlaupið að því að fá vinnu við þetta hér á landi og ekki á ég von á að allir þeir sem stundi nám í þessu séu tilbúnir að flytja út eða vera sífellt á flakki erlendis til að taka tarnir í 3 mánuði í senn í Sádí Arabíu eins og menn hafa verið að gera frá Icelandair (sem dæmi).
Bæði Icelandair og Flugfélag Íslands hafa verið að auglýsa eftir flugvirkjum með stuttu millibili og ég held að það hafi ekki mikið komið útur þeim auglýsingum, það er mikil vöntun fyrir flugvirkjum útum allan heim.