Hef haft augastað á þessum bíl í nokkur ár og fylgst með honum batna með hverjum eigandanum svo nú fannst mér kominn tími til að ég legði mitt af mörkum.

Upphaflega er þetta BMW E30 320iC og kemur hann þannig til landsins 2001. Stuttu seinna eignast arnib bílinn og í bílinn fer M20B25 mótor úr 325iS bíl (US675/WBAAA1306K4142915) sem Gunni GST átti. Blæjubílarnir eru allir búnir diskum allan hringinn og sverari swaybar þannig að eini munurinn á 320iC og 325iC er vélarstærðinn svo þennan bíl má kalla með réttu 325iC.
Upphaflega er þessi bíll seldur nýr á Ítalíu og á fyrsti eigandinn bílinn í c.a 7 ár, þá kemur til skjalana Íslendingur sem kaupir bílinn á hann úti á Ítalíu og kemur með hann heim með sér 2001. arnib kaupir síðan bílinn af honum. Það er skemmtileg tilviljun að bíllinn hefur verið í eigu Kraftsmeðlima síðan og er ég 9 eigandi bílsins frá upphafi. Það er ótrúlega mikil saga sem er til um bílinn í þráðum meðlima í gegnum tíðinna.
Skilst að blæjan sé eithvað yngri en bíllinn þar sem hún var skemmd úti.
M-Tech ll kit fer á bílinn 2006 ( ekki hliðar ).
Nýjar Borbet A felgur fara á bílinn 2006.
Bíllinn er heilsprautaður 2007.
Mótor tekinn upp frá A-Ö 2009.

Bíllinn er vel búinn og ótrúlega heill hvar sem litið er á hann.
Mótor:
BMW E30 325iC árgerð 1989
M20B25 170hp / 220 Nm
M30 AFM
JimC kubbur
KN loftsía í OEM boxi
Custom púst
Ground control:
Powertech lækkunarsett, gormar/demparar 60mm/40mm
Stýrisdobblari
3.71 LSD með póly fóðringu
Veltibogi sem hægt er að setja í
Borbet A 9x16" 215/40
Hersteller King Alpina 7x15" 195/55
Útlit:
M-Tech ll kit
Shadowline
Hella dark aðalljós
Innrétting:
Svört sport leðurinnrétting 2x2
M-Tech l 390mm stýri
OBC l
Check control ( á Ítölsku

)
Rafmagn í rúðum
Rafmagn í speglum
Hitablásari fyrir afturrúðu
AIWA CD
Alpina Type R og Type S hátalarar
OEM tweeters
http://www.scchosting.com/e30/M-Technik%20II.pdfÞað sem ég hef þegar gert er að setja í hann Hella Dark aðalljós, keypti Schmiedmann tau mottusett svart, setti aðrar miðjur í Borbet A felgurnar, setti nýja leðurpoka á gírskipti og handbremsu auk þess að setja ný leðurhnúa á gírskipti og leður handbremsuhandfang. Það er fleira til sem fer í við tækifæri eins og M-Tech ll stýri 370mm með M lituðum saum, ný þokuljós, OBC ll og BMW Bussness CD.
Ég ætla ekki að gera miklar breytingar á bílnum bara aðeins að snýta honum.
Taka allar perur í mælaborði og kaupa allar innréttingahluti og plasthlífar sem hafa tapast með árunum og er reyndar byrjaður á því. Taka stýrisdobblarann úr og póly fóðringuna úr drifinu, kaupa shortshift og laga bara svona eiginlega allt sem ég sé.
Mynd frá fyrsta dekurdeginum

"Gamli og nýji" ekki slæm innkeyrsla þetta

_________________

E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter