Jæja, eftir langan hiatus á sölu þá ætla ég að bumpa þessu. Ég sit ekki of fastur á neinum tölum og væri alveg til í að heyra staðgreiðslutilboð.
Varðandi skipti, þá skoða ég skipti á flestu (helst bíll + peningur), en er ekki að leita að meiri pakka en E39 M5 er, rekstrarlega séð. Búinn að skemmta mér vel á þessum bíl og skila honum frá mér nokkuð góðum. Það þarf að gera við nokkra hluti sem komu í ljós fyrir nokkrum dögum:
- Bremsudiskar og klossar að framan. Þetta er sennilegast það dýrasta sem þarf að gera við bílinn og mun ég láta Eðalbíla sjá um þetta eða lækka verðið samkvæmt því ef að hann myndi seljast áður en það væri gert.
- Servotronic ventill á vél. Þetta stjórnar því hversu "þungt" stýrið er. Mér var sagt að þessi ventill er orðinn slakur og veldur þetta því að stýrið virðist vera fast í "Sport" mode. Hef sjálfur ekki fundið fyrir óþægindum útfrá þessu þar sem að ég er alltaf með bílinn í "Sport" mode.
- Fóðring á húddlæsingu. Pinninn sem opnar húddið er orðinn svolítið stífur (þó ekki erfitt að opna húddið). Þarf þvímiður að skipta um allt unitið ef það á að laga þetta, en skv. RealOem þá kosta genuine unit um $25 og er þetta einfalt swap.
- Hjólastilling. Segir sig sjálft!
Hann er nýkominn úr olíuþjónustu hjá Eðalbílum. Það er víst siður hjá þeim að keyra bílana aðeins áður en þeir byrja að vinna á þeim og tala svo við eiganda ef að einhver óæskileg atriði koma upp. Skv. þeirra manni er bíllinn þéttur og fínn og stend ég við þau orð mín að þetta sé gott eintak.
Með bílnum fylgja nýleg sumardekk á felgum sem teknar voru í gegn síðasta sumar (alveg stráheilar og flottar felgur) af listamanninum Árna Sezar. Hef ekki lent í neinu óhappi með þær síðan þá og eru þær þ.a.l. í "Like-new" ástandi.
Og, eftir mikla baráttu við sjálfan mig, þá hef ég ákveðið að láta RHD lista fylgja
FRÍTT með. Held fast í þá trú að þarna úti sé einhver eitur-harður BMW kall sem er tilbúinn að ganga í gegnum með eitt flottasta swap sem hægt er að gera við þessa bíla. Jeremy Clarkson style!