Svo virðist sem að það sé ekki hægt að ræða svona hluti vitrænt án þess að eitthvað apple fanboy umræðu bull fari í gang.
ÉG HATA iTunes... svo einfalt er það, aðallega útaf mistökum sem ég hef gert (syncað tóm iTunes inn á iPod fyrir nokkrum árum uppi í sumarbústað..

) og svo held ég að almennir fordómar mínir gagnvart því hafi komið í veg fyrir að ég hafi hreinlega viljað læra á það. Þeir sem ég þekki og nota iTunes mikið, jafnvel mjög tæknilega sinnað fólk sem er ekki mikið Apple-fanboys er hrifið af þessu intigration.
Hinsvegar elska ég alveg iPadinn minn, og iPhoneinn er góður líka. Krakkarnir mínir geta líka notað iPadinn alveg óhindrað án þess að klúðra einhverju, sem var ekki raunin með t.d. laptopinn, það var alltaf verið að ýta á einhverja takka í combói sem gerí einhvern óskunda. Sonur minn var 2,5 ára þegar hann tók upp iPadinn og eftir 2-3 mínútur var hann farinn að spila Top-Gear leikinn án hjálpar. Þetta þjónar mínum internet (heimatölvunoktun) 99% og minni fjölskyldu.
Ég veit ekki hvort að android vélarnar eru eins user friendly, skoðaði ekki því að það var mun auðveldari ákvörðun fyrir mig að kaupa eitthvað sem ég vissi að virkaði og var VEL SMÍÐAÐ eins og Apple dótið er almennt.
Það er samt dálítil kaldhæðni í því að vera á BMW spjallborði þar sem menn setja út á það að einhverjir velji Apple frekar en annað þrátt fyrir takmarkanir í notkun og hátt verð...
Staðreyndin er nefnilega sú að BMW er svo langt frá því að vera
skynsamasti
fjölhæfasti
öruggasti
áreiðanlegasti
ódýrasti
sparneytnasti kosturinn þegar kemur að bílum. Hinsvegar held ég að flestir okkar velji hann vegna þess að við fáum einhverja sérstaka tilfinningu þegar við keyrum þá, Gæðin (ekki endilega bestu) eru akkurat þau gæði sem við leitumst eftir. BMW sameinar einhvernvegin allt það sem við sækjumst eftir.
Ef maður myndi kryfja málið alveg til mergjar væri pottþétt eitthvað annað sem tikkaði í fleiri box heldur en BMW, en á endanum myndum við samt velja BMW.
Kia bíður upp á 8ára ábyrgð
Audi býður upp á 4x4 á betra verði en BMW og meira build quality í dag segja margir, 4x4 er klárlega betra en 2wd á Íslandi, en okkur er sama.
Japanskir bílar og Kóreanskir bjóða upp á miklu meiri staðalbúnað en BMW fyrir mun minni pening, oft á tíðum meiri áreiðanleika OG minni eyðslu, en okkur er bara nokkurn vegin sama.
Svona má lengi telja.
Það sem kanski er ólíkt með þessu er að verðmunruinn á BMW og svo öðru (að AUDI undanskildu) er TÖLUVERÐUR þegar þetta er skoðað nýtt, þess vegna er líklegur meðalaldur BMW bíla á kraftinum vel yfir 10 ár.
Þegar tölvur, spjaldtölvur og annar slíkur útbúnaður er skoðaður er verðmunurinn bara svo ofboðslega lítill í krónum talinn að maður setji fyrir sig að kaupa dýrari græjuna.
Fyrir utan það að sumum okkar fyndist alveg í lagi að hafa 1" minni felgur og tausæti ef að við myndum fá BMW frekar en að taka fullbúinn KIA fyrir sama pening.