Var að eignast þennan bíl fyrir tveimur vikum,,,,
Þangað til fyrir tveimur vikum, þá hafði bíllinn fengið að standa óhreyfður inni í útihúsi á sveitabæ rétt fyrir utan Borgarnes síðan frá árinu 2003.
Bílnum átti að henda en auðvitað var hringt í SRR og hann beðinn um að gefa honum heimili.
Ég þáði það auðvitað og viti menn,,,,,úr þessu er að verða nothæfur bíll

Annars lítur hann svona út:
E28 520iÁrgerð 1984
M20B20
Beinskiptur 5 gíra
Litur er einstaklega skemmtilegur,,,,,Gazellenbeige
Bíllinn er ekinn 239.000 km.
Kemur til landsins árið 1991 með hermanni upp á Keflavíkurflugvelli.
4 eigendur að bílnum upp á kanavelli og svo kemst hann í hendur Íslendinga sem eiga hann nokkrir þar til árið 2003, þegar bílnum er lagt.
Fæðingarvottorð lítur svona út:

Og svona leit hann út eftir að hann var kominn heim í Keflavík,,,,,



Danni ánægður með þetta


Eftir smá sjæn,,,,,



Og viti menn,,,,eftir að hafa skipt um allt í kveikju, tölvu etc,,,,þá datt hann í gang


Svo var brunað strax í skoðun,,,,,hann hafði víst ekki farið í svoleiðis síðan 2002


Og svo fyrsta modd, sem ég og Danni vorum MJÖG ánægður með útkomuna á
Og nei, þetta er ekki doubletape, heldur vorum við að búa til skapalon fyrir götin sem þurfti að bora......






Svona er staðan í dag, er að dunda mér að laga þessar athugasemdir sem hann fékk í skoðun etc........