bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 14:51

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page Previous  1, 2
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 13:07 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
jonthor wrote:
Quote:
Einhversstaðar hljóta þessir peningar að koma sem þeir hafa úr að spila og það er augljóslega úr vasa neytenda.


Þarna lýsir þú grundvallarmisskilningi margra (rendar sérstaklega vinstrimanna) að Peningamagnið sé einhver föst stærð og því meira sem fyrirtæki græðir því meira hlýtur það að vera að taka úr vasa neytandans.

Verðmætasköpun verður ekki til fyrir meiri álög á neytandann. Þvert á móti. Verðmætasköpun verður til með hagræðingum, magninnkaupum, breytingum á framleiðslu, betri nýtingu á hráefnum og fleiru slíku sem einmitt kemur neytandanum vel. Það er staðreynd að meðalverð matvæla er lægra núna en það var áður en Baugur kom á markað.

Quote:
Fréttablaðið og Stöð tvö hafa nú þegar misnotað aðstöðu sína og það sést bara mjög vel á Fréttaumfjöllun blaðanna þar sem mun minna er skirfað um Baug en gert er á Mogganum og hjá RÚV.


Einmitt eigandinn vill ekki ræða á neikvæðu nótunum um sitt fyrirtæki. Fólk veit hins vegar alveg hver á fjölmiðilinn og það er ekki eins og eigandinn geti komið í veg fyrir fréttina? Hún birtist í öðrum fjölmiðlum enda er það heila hugmyndin á bakvið frjálsan markað.

Quote:
Það er ekki langt síðan ég sá Auglýsingu frá Nettó í Fréttablaðinu og á næstu síðum á eftir var auglýsing frá Bónus á sömu vörum og á lægra verði. Ég lagði nú bara saman tvo og tvo... Held að Nettó auglýsi ekki í Fréttablaðinu á næstunni


Ég spyr þig. Ef nettó hefði verið að auglýsa í morgunblaðinu, hefði þá morgunblaðið stöðvað Baug með sína auglýsingu á lægri matvælum?

Það skal tekið fram að ofangreint kemur skoðun undirritaðs á Baugi ekkert við, eingunis hvað er rétt að gera í þessu máli og hvaða fordæmi frumvarpið skapar.


Við höfum tekist á áður og höfum gaman af enda allt í góðu :wink:

Ég er ekki vinstrimaður, reyndar gamall stjórnarmeðlimur í einu stærsta sjálfstæðisfélagi landsins :wink: en maður breytist þegar maður eldist.

Málið er það að hagræðingin á líka að skila sér í vasa neytenda og ég veit að þetta hefur verið kannað þó niðurstöður hafi ekki verið birtar, en þeir benda til að Baugur hafi hækkað álagningarprósentu sína smátt og smátt AUK þess að ná hagræðingu í innkaupum með því að þjarma að birgjum.
Þetta vita flestir sem hafa þekkingu í smásölu eða heildsölubransa.

Eigandi fjölmiðilsins vill ekki að rætt sé um "sig" en fréttirnar birtast annarsstaðar, jújú - mikið rétt. En það sýnir líka að fjölmiðillinn er ekki að reka sjálfstæða ritstjórn sem er akkúrat vandamálið.

Pointið með Nettó auglýsinguna var að Baugur fékk tækifæri til að gera betur vegna þess að þeir eiga blaðið :wink: Samkeppnisaðili auglýsir og þú veist nákvæmlega hvað hann er að bjóða og eyðileggur hans auglýsingu með því að auglýsa sömu vöru á lægra verði í sama blaði! Það er ekkert að því að toppa verðið daginn eftir enda hafa allir færi á því - en þarna er verið að misnota aðstöðu. Ef Nettó hefði auglýst í mogganum þá hefði Baugur ekki vitað fyrr en auglýsingin birtist hvað var verið að auglýsa.

Það er svo álit margra sem til þekkja að matvælaverð ætti að vera ennþá lægra, vissulega hefur það lækkað EN bilið á milli Íslands og nágrannalandanna hefur aukist! Hvað segir það okkur?

Svo er auðvitað hægt að stofna stórheildsölu erlendis sem selur svo Baugi hér heima vörur á hærra verði (heldur framlegðinni erlendis) og með því móti er hægt að fullyrða að álagning hafi ekki aukist.

Menn eru hér að leika ljótan leik og einhver mun tapa, við, ríkisstjórnin eða Baugur - það kemur í ljós.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 13:20 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
jújú, við erum komnir með umræðuefni númer 2 á dagskrána fyrir bjórspjall við tækifæri. :lol:

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 13:38 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
jonthor wrote:
jújú, við erum komnir með umræðuefni númer 2 á dagskrána fyrir bjórspjall við tækifæri. :lol:

Hehe - það fer að styttast í mig vonandi... kannski við getum hisst í um miðja leið í þýskalandi t.d. í október 8)

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 13:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
bebecar wrote:
jonthor wrote:
jújú, við erum komnir með umræðuefni númer 2 á dagskrána fyrir bjórspjall við tækifæri. :lol:

Hehe - það fer að styttast í mig vonandi... kannski við getum hisst í um miðja leið í þýskalandi t.d. í október 8)


Ef þú ert að tala um Októberfest þá verð ég að sjálfsögðu þar. Félagi minn á heima í munchen og við förum mjög líklega þá :D

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 14:02 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
jonthor wrote:
bebecar wrote:
jonthor wrote:
jújú, við erum komnir með umræðuefni númer 2 á dagskrána fyrir bjórspjall við tækifæri. :lol:

Hehe - það fer að styttast í mig vonandi... kannski við getum hisst í um miðja leið í þýskalandi t.d. í október 8)


Ef þú ert að tala um Októberfest þá verð ég að sjálfsögðu þar. Félagi minn á heima í munchen og við förum mjög líklega þá :D

Ertu að grínast!!! Ég gæti verið þarna nálægt - um að gera að tékka á þessu :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 14:07 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
bebecar wrote:
jonthor wrote:
bebecar wrote:
jonthor wrote:
jújú, við erum komnir með umræðuefni númer 2 á dagskrána fyrir bjórspjall við tækifæri. :lol:

Hehe - það fer að styttast í mig vonandi... kannski við getum hisst í um miðja leið í þýskalandi t.d. í október 8)


Ef þú ert að tala um Októberfest þá verð ég að sjálfsögðu þar. Félagi minn á heima í munchen og við förum mjög líklega þá :D

Ertu að grínast!!! Ég gæti verið þarna nálægt - um að gera að tékka á þessu :lol:


Ég verð þarna líka, verður fínn BMW hittingur :D

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 14:12 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég verð reyndar ekki þarna, en alveg nógu nálægt til að hitta góða menn :wink: og rúlla bara á staðinn!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 14:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Ekki slæmt að skola niður nokkrum 1 lítra 8% öllurum og tala um BMW og stjórnmál. Strax farið að hlakka til Kull. Kemurðu ekki bara á M5-inum ég kem á mínum ;) bebecar, um að gera að reyna almennilega á Porche-inn :D

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 14:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Það væri ekki leiðinlegt, verst að Norræna gengur ekki svo lengi.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 28. Apr 2004 14:32 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
jonthor wrote:
Ekki slæmt að skola niður nokkrum 1 lítra 8% öllurum og tala um BMW og stjórnmál. Strax farið að hlakka til Kull. Kemurðu ekki bara á M5-inum ég kem á mínum ;) bebecar, um að gera að reyna almennilega á Porche-inn :D


Ég er að láta athuga hvort ég geti tekið porkerinn með út í nokkra mánuði - virðast vera skiptar skoðanir um það, ég á víst að þurfa skrifa undir yfirlýsingu um að ég ætli ekki að dvelja lengur en ár í DK, ég ætla hinsvegar að vera í 5 ára þannig að... :roll:

Þekkir einhver þetta?

Annars er kannski spurning um að vera bíllaus og drekka bara bjór :lol:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 29. Apr 2004 07:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Já ég kannast við þetta vandamál. Mér finnst reyndar líklegt að þú getir ekki verið með bílinn þarna á íslenskum númerum í 5 ár án þess að hreinlega svindla eitthvað á kerfinu.

Ég athugaði þetta í frakklandi og ég má vera með bílinn minn hérna eins lengi og ég er námsmaður. Ég hef þó heyrt að menn hafi fengið undantekningar frá þessu og fengið að flytja inn bíla til eitthvað lengri tíma með því að skrifað undir eitthvað plagg um að þeir komi ekki til með að selja bílinn.

Hvað ertu annars að fara að gera í .DK í 5 ár?

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 29. Apr 2004 08:19 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
jonthor wrote:
Já ég kannast við þetta vandamál. Mér finnst reyndar líklegt að þú getir ekki verið með bílinn þarna á íslenskum númerum í 5 ár án þess að hreinlega svindla eitthvað á kerfinu.

Ég athugaði þetta í frakklandi og ég má vera með bílinn minn hérna eins lengi og ég er námsmaður. Ég hef þó heyrt að menn hafi fengið undantekningar frá þessu og fengið að flytja inn bíla til eitthvað lengri tíma með því að skrifað undir eitthvað plagg um að þeir komi ekki til með að selja bílinn.

Hvað ertu annars að fara að gera í .DK í 5 ár?


Ég ætlaði að láta duga að vera með 911 bílinn í eitt ár max, það dugar til að koma honum í það horf sem ég vil hafa hann í. Ef ég vil svo hafa bíl eftir það þá kaupi ég hann bara úti.

Ég er að fara að læra sálfræði :wink:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 27 posts ]  Go to page Previous  1, 2

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group