jonthor wrote:
Quote:
Einhversstaðar hljóta þessir peningar að koma sem þeir hafa úr að spila og það er augljóslega úr vasa neytenda.
Þarna lýsir þú grundvallarmisskilningi margra (rendar sérstaklega vinstrimanna) að Peningamagnið sé einhver föst stærð og því meira sem fyrirtæki græðir því meira hlýtur það að vera að taka úr vasa neytandans.
Verðmætasköpun verður ekki til fyrir meiri álög á neytandann. Þvert á móti. Verðmætasköpun verður til með hagræðingum, magninnkaupum, breytingum á framleiðslu, betri nýtingu á hráefnum og fleiru slíku sem einmitt kemur neytandanum vel. Það er staðreynd að meðalverð matvæla er lægra núna en það var áður en Baugur kom á markað.
Quote:
Fréttablaðið og Stöð tvö hafa nú þegar misnotað aðstöðu sína og það sést bara mjög vel á Fréttaumfjöllun blaðanna þar sem mun minna er skirfað um Baug en gert er á Mogganum og hjá RÚV.
Einmitt eigandinn vill ekki ræða á neikvæðu nótunum um sitt fyrirtæki. Fólk veit hins vegar alveg hver á fjölmiðilinn og það er ekki eins og eigandinn geti komið í veg fyrir fréttina? Hún birtist í öðrum fjölmiðlum enda er það heila hugmyndin á bakvið frjálsan markað.
Quote:
Það er ekki langt síðan ég sá Auglýsingu frá Nettó í Fréttablaðinu og á næstu síðum á eftir var auglýsing frá Bónus á sömu vörum og á lægra verði. Ég lagði nú bara saman tvo og tvo... Held að Nettó auglýsi ekki í Fréttablaðinu á næstunni
Ég spyr þig. Ef nettó hefði verið að auglýsa í morgunblaðinu, hefði þá morgunblaðið stöðvað Baug með sína auglýsingu á lægri matvælum?
Það skal tekið fram að ofangreint kemur skoðun undirritaðs á Baugi ekkert við, eingunis hvað er rétt að gera í þessu máli og hvaða fordæmi frumvarpið skapar.
Við höfum tekist á áður og höfum gaman af enda allt í góðu
Ég er ekki vinstrimaður, reyndar gamall stjórnarmeðlimur í einu stærsta sjálfstæðisfélagi landsins

en maður breytist þegar maður eldist.
Málið er það að hagræðingin á líka að skila sér í vasa neytenda og ég veit að þetta hefur verið kannað þó niðurstöður hafi ekki verið birtar, en þeir benda til að Baugur hafi hækkað álagningarprósentu sína smátt og smátt AUK þess að ná hagræðingu í innkaupum með því að þjarma að birgjum.
Þetta vita flestir sem hafa þekkingu í smásölu eða heildsölubransa.
Eigandi fjölmiðilsins vill ekki að rætt sé um "sig" en fréttirnar birtast annarsstaðar, jújú - mikið rétt. En það sýnir líka að fjölmiðillinn er ekki að reka sjálfstæða ritstjórn sem er akkúrat vandamálið.
Pointið með Nettó auglýsinguna var að Baugur fékk tækifæri til að gera betur vegna þess að þeir eiga blaðið

Samkeppnisaðili auglýsir og þú veist nákvæmlega hvað hann er að bjóða og eyðileggur hans auglýsingu með því að auglýsa sömu vöru á lægra verði í sama blaði! Það er ekkert að því að toppa verðið daginn eftir enda hafa allir færi á því - en þarna er verið að misnota aðstöðu. Ef Nettó hefði auglýst í mogganum þá hefði Baugur ekki vitað fyrr en auglýsingin birtist hvað var verið að auglýsa.
Það er svo álit margra sem til þekkja að matvælaverð ætti að vera ennþá lægra, vissulega hefur það lækkað EN bilið á milli Íslands og nágrannalandanna hefur aukist! Hvað segir það okkur?
Svo er auðvitað hægt að stofna stórheildsölu erlendis sem selur svo Baugi hér heima vörur á hærra verði (heldur framlegðinni erlendis) og með því móti er hægt að fullyrða að álagning hafi ekki aukist.
Menn eru hér að leika ljótan leik og einhver mun tapa, við, ríkisstjórnin eða Baugur - það kemur í ljós.