gardara wrote:
Ef menn vilja bón sem ENDIST sama hvað á gengur, þá er Glanz Wax frá bæza alveg að standa sig.
http://mothers.is/vorur/vara/id/49Tók bílinn í gegn í gær:
Þvoði hann 2x - Leiraði - þvoði aftur (sull og skvabb af leirnum) - þurkaði með örtrefjatusku.
Setti MOTHERS PRE WAX (ein umferð) - setti MOTHERS GLAZE & SEALANT (tvær umferðir) og að lokum fór ég að þínum ráðum Garðar og keypti mér GLANZ WAX og fór eina umferð.
Viðbjóðslega þæginlegt efni (GLANZ WAX), þetta er eins og vatn... þæginlegt að smyrja þessu á lakkfletina og auðvelt að sjá hvar maður er búinn að fara yfir, og auðvelt að þurka af.
Einn rosarlega stór mínus við þetta og það er ílátið sem þetta er í, stór og klunnaleg ál dolla með stórum stút, ef maður rekst í hana þegar hún er opinn þá þarftu að vera með kattar viðbrögð.
Núna er bara að bíða og sjá, vona að þetta sé eithvað sem verður á bílnum í smá tíma.
Ég er rosarlegur bónkall og keypt allar týpur og prufað flest allt, ég notaði t.d. Dodo Juice Supernatural í sumar og síðasta vetur og ég er ekki allveg nógu ánægður með það (endingin þ.e.).
Ég er eiginlega allveg kominn í það að hætta að verzla CARNUBA þar sem þetta dugar stutt sem ekkert á bílunum og ég sé lítinn og jafnvel engan mun á CARNUBA bónum og synthenískum í lokin.
En það leiðinlegasta við blautbón sem innihalda CARNUBA er þegar maður er að þurka af eftir umferð þá fer harnaða bónið að brotna í litlar örflögur eins og flasa og fer inná milli allt og það fer
bara tími útaf fyrir sig að troða tuskum innanundir alla lista og samskeiti til að taka hvítt ryk eftir bónið.
Megið endilega koma með review hérna á bónum sem þið notið að vetri til svo fólk sjái hvað það á sletta bílana sína í vetur
