Ég ákvað að deila þessu með ykkur. Þannig var að ég og félagi minn vorum að keyra út í geldinganes, sáum að það var að flæða að og sýndist okkur vera bara grunnt vatn yfir veginum, Ég kíki út og sé að vatnið nær bara rétt upp á felguna, Svo við látum vaða, En það sem að við tókum ekki eftir er að það er varnargarður meðfram veginum, sem endar á miðri leið. þá byrjaði ballið

, Félagi minn var með opna rúðuna farþegamegin og þegar varnargarðurinn endaði þá kom ein alda inn um gluggan hjá honum og vatnið var komið upp að gluggalistanum og flaut aðeins yfir húddið, Það var ekkert annað í stöðunni nema að gefa í og þegar 10 metrar ca voru eftir byrjaði kallinn (518i "88") að hiksta svakalega (vatn inni í lofsíukassanum) við rétt meikuðum það yfir og þá dó bíllinn og við vorum stuck yfir nóttina. svo við lögðum okkur bara í ísköldum bílnum því hann fór ekki í gang eftir þetta sama þó við værum búnir að hreinsa loftsíuna og boxið. svo kom fjara og við drógum hann yfir og á max1( uppá höfða) sem að settu á hann innspýtingarhreinsi og rauk hann í gang.