SELDUR
Með MIKLUM trega auglýsi ég Alpinuna til sölu.

E36 Alpina B3 3.0, Númer 17 af 155
Ekinn: 137.000 km
Beinskiptur
Litur: BMW schwarz II
Afl: 250 hö
Tog: 320 N/m
Búnaður:
OBC með Check Control
Cruise Control
Bakkskynjarar
Semi-Automatic toppur
Uppfært hljómkerfi
Tvöföld hitastýrð miðstöð
Loftkæling
Leðurklædd svört BMW sportsæti með hita
LSD
Ástand:
Ég er búinn að eyða miklum peningum í þennan bíl síðustu tvö árin og er listinn hér að neðan ekki tæmandi.
Hann lítur nánast út fyrir að vera nýr enda er búið að eyða miklu púðri í lúkkið.
-Á kvittanir upp á nokkur hundruð þúsund fyrir ýmsu viðhaldi síðan ég fékk hann í hendurnar.
-Heilsprautaði bílinn núna í vor og setti Alpina rendur, merki og framspoiler.
-Allir plastlistar teknir í gegn.
-Skipti um blæjurúðu.
-Nýjar Alpina mottur.
-Málaði felgur og skipti um öll merki.
-Ný afturljós
-Rann athugasemdalaust í gegnum skoðun í júní síðastliðnum.
Þetta er samt 18 ára gamall bíll og því eru nokkur atriði sem betur mættu fara. Handlaginn einstaklingur ætti samt að geta kippt þessu í liðinn án mikils tilkostnaðar.
-Rafmagnsopunin á toppnum er með eitthvað vesen. Það er samt hægt að opna og loka handvirkt án vandræða.
-Það lekur smá olía af gírkassa meðfram bakkrofanum og skiptiarminum. Eðalbílar áætluðu að þetta myndi kosta um 50.000 kr að laga og þar af eru varahlutir um 5.000 kr.
-Bakkskynjarnir eru eitthvað veikir. Grunar að einn skynjarinn hafi skemmst þegar plastlistarnir voru teknir í gegn nú í vor.
-Útihitamælirinn sýnir -35°F. Líklega hefur skynjarinn dottið úr sambandi þegar stuðarinn var tekinn af. Í versta falli þarf að skipta um hann.
Hér svo "bílar meðlima" þráður bílsins.
viewtopic.php?f=5&t=40287 SELDUR
Þætti best ef menn myndu hafa samband í gegnum PM eða e-mail gudmundur_ingvi(hjá)hotmail.com
Dekkjasparkarar eru vinsamlegast afþakkaðir.












