Þar sem þriðja barnið er á leiðinni þarf ég að stækka við mig fjölskyldubílinn.
Ég er því með trega að íhuga að láta þennan víkja fyrir nýrri BMW family bíl.
Um er að ræða:
BMW 325is - Ameríkumódel
Ek: 153þ.mílur (245þ.km)
SSK
Búnaður og ástand:
Bíllinn var sprautaður núna í sumar. Meiri hluti bílsins sprautaður og rest (Húdd og stuðarar) mössuð. Bíllinn er því sem næst eins og nýr í útliti.
AP Coilover Fjöðrun. Þetta er sambærilegt við KW V1 en smíðað úr ódýrara stáli. Þetta er algjörlega ókeyrt (ca. 300km).
Bíllinn keyrir mjög vel og er mjög þéttur og ber þess merki að hafa ekki verið notaður í grimman akstur. Skoðaður '12.
Bíllinn er ekki alveg fullkominn,enda að veðra tvítugur. Það sem eftir stendur væri þó auðvelt fyrir áhugamann að laga.
Gef upplýsingar um þetta í PM.
Verð:
Búið er að leggja fleiri hundruð þúsunda í þennan bíl í sumar og verðið tekur mið af því.
Mér liggur ekki á og vill að bíllinn fari á gott heimili.
Bíllinn fæst á
950 þ.stgr eins og hann stendur með kostum og göllum á 17" Style 32 felgum og nánast ónotuðum Falken dekkjum.
Felgurnar voru skverðaðar nýlega.
EDIT: Lækkað verð. Fæst á 795 þ.stgr eins og hann stendur. Vandfundinn fallegri E36 á þennan pening
EDIT(II): Enn lægra verð. Fæst á
695 þ.stgr eins og hann stendur. Ath. vél og kassi ekki með í þessu!
Fyrir 150þ.stgr í viðbót fæst með annar M50b25 mótor með áföstum gírkassa.
Þeim pakka fylgir einnig drifskapt, pedalasett og annað sem til þarf fyrir swap í bsk.
Sel þetta ekki stakt nema að bíllinn sé seldur.
Að lokum vill ég taka fram að þetta er bíll fyrir áhugamenn. Hef ekki mikinn áhuga á að fá fólk að skoða sem setur út á að það vanti viðvörunarþríhyrninginn í skottið
Upplýsingar í s. 856 5330 eða PM
Myndir gera honum ekki nægilega vel skil en hér eru nokkrar:

BMW Rims by
Stefán Freyr | Skyzography, on Flickr
BMW by
Stefán Freyr | Skyzography, on Flickr
BMW meeting by
Stefán Freyr | Skyzography, on Flickr