saemi wrote:
JonFreyr wrote:
Þetta eru magnaðir mótorar no matter what, enda er 757 m.a. þekkt fyrir að vera ansi skemmtilega
over-powered 
Það má eiginlega segja það. Ég er einmitt núna í fraktinni, það er helst þá sem maður finnur vel fyrir þessu. Vélarnar eru svo hrikalega léttar á þessum stuttu evrópuleggjum, takmarkaðar af volume ekki vikt. Maður er að sjá bull klifurtölur eftir flugtak, þó svo að maður sé með full reduction á þessu. Lenti í daginn í því að autopilotinn réð ekkert við þetta og það þurfti að kúpla honum út.
Eins og einn vinur minn sagði varðandi afl. "Alltof mikið er mátulegt"

Og það á bæði við um bíla og flugvélar

Ég lenti í smá wake turbulence í klifri á eftir 757 um daginn (á 737NG) og autopilotinn var ekki alveg að ráða við það heldur hristi bara hausinn og "a-a no can do"
Varð samt hissa á að við vorum á undan þeim uppí 360 en fórum á eftir þeim í loftið á drekkhlaðinni 737-800 á sömu leið. Er ekki Air Finland með RB mótora annars? En það skal viðurkennast að hljóðið í RB211-535E4 er það flottasta ever
