5 ára reynsla af 3.0d á foreldranna heimili. hann stendur í 270 þús km núna. Eyðsla er að meðaltali 10 lítrar en í innanbæjarsnatti er hann í um 12.
Eins og aksturstalan gefur til kynna hefur þessi bíll ekki fengið löng frí en viðhaldi sinnt mjög samviskusamlega. Mér finnst helst brenna við einhverjar smábilanir. Hurðaopnarar eru til dæmis mjög viðkvæmir fyrir frosti og það má búast við að skipta um nokkra sleða fyrir rúður. Eins er búið að skipta tvisvar um takkann til að opna skottlokið.
Undirvagn er líka frekur á viðhald. Hef ekki tölu á öllum þeim fóðringum og stífum sem hafa farið í hann. Geri mér grein fyrir því að aksturinn er mikill en það eru tveir aðrir bílar í svipaðri brúkun á heimilinu og ekki nánda nærri eins mikið viðhald á þeim undirvögnum. Þeir eru reyndar ekki með eins fágaða fjöðrun.
Vélin er ótrúlega áreiðanleg og hefur ekki slegið feilpúst alla þessa kílómetra, bara eðlilegt viðhald. Hins vegar gerðu þeir hjá Bmw þann feil að setja skiptingu í þessa bíla sem á að höndla 380nm þegar vélin er gefin upp 410nm. Síðasta vetur fór skiptingin og einhver rúm hálf milljón með. Sérfræðingarnir á Ljónsstöðum höfðu séð marga svona bíla og vildu meina að dráttur væri ekki fyrir þá. Eftir þetta hefur annar bíll á heimilinu séð um allan hestakerrudrátt.
Einhvernveginn er það samt þannig að þessum bíl fyrirgefst nánast allt því engan bíl hafa þau gömlu átt sem er betri akstursbíll eða þægilegri
kv.
*edit
Það er í honum sport fjöðrun sem er í hastari kantinum, myndi frekar taka venjulega ef ég hefði valið.