Nökkvi wrote:
Mín reynsla er líka sú að maður notar ekki sama bón á sumrin og á veturna. Vetrarbónið þarf fyrst og fremst að hreinsa tjöru vel en sumarbónið að gefa góðan gljáa.
Hvað finnst ykkur og hvað notið þið?
First things first: Velkominn á spjallið! Gaman að enn einn forfallinn áhugamaðurinn sé farinn að skrifa
Sjálfsagt allir sem hafa staðið í því að þrífa bílinn sinn í vetrar-tjöruparadís Reykjavíkur hafa góða reynslu af Sonax og álíka hardcore hreinsibónefnum. Sonax hefur oft komið að góðum notum á veturna þegar tjara hefur setið eftir þrátt fyrir tjöruleysi, háþrýstiþvott og vandlega yfirferð með svampi.
Ég hef farið í gegnum ansi breitt úrval af bónefnum - og í raun enn ekki fundið eitthvað "undraefni". Ég prófaði AutoGlym vörurnar vel og vandlega, var mjög ánægður með gljáa þegar bæði Super Resin Polish og Extra Gloss Protection voru notuð. Get í raun ekki sagt að Super Resin Polish eitt og sér hafi framkallað gljáa sem önnur bón hafa ekki gert. AutoGlym vörurnar eru töluvert dýrari en önnur minna virt efni, og það sem einna helst stendur í mér er endingin á þeim. Jafnvel þegar ég bar Super Resin Polish á gat ég ekki reiknað með því að halda góðri "perlun"/fráhrindingu á vatni. (NB! Er ekki að segja að endingin á AutoGlym sé slæm, einfaldlega að endingin ásamt gljáa réttmæti ekki verðmiðann).
Það sem einnig stendur í mér varðandi Super Resin Polish er að það inniheldur fínan slípimassa. Mín stefna í þessum málum er að halda þessum polish og wax ferlum sem mest aðskildum, þ.e.a.s. að vera með sérstök efni þegar ég ætla að vinna á hárfínum rispum (nota Claybar eða sérstakt Polish) og síðan efni sem eingöngu er hugsað í vörn á lakki og gljáa. Eins og e.t.v. margir á þessu spjalli finnst mér það skemmtilegt verk að bóna bílinn minn og vill gera það örlítið oftar en flestir aðrir. Það skiptir mig því miklu máli að ég vinni sem minnst með slípiefni - og þegar ég geri það er það af ásettu ráði.
Hérna er eldri þráður það sem við ræddum svipað málefni:
(Steikt að vitna í sjálfan sig

)
Quote:
Gerið grín að mér eins og þið viljið , en á BMW-inn var ég hrifnastur af Turtle Wax bóni sem fæst á Skeljungsstöðvunum. (Það var á tilboði f. u.þ.b. 2 árum og kostaði brúsinn innan við 300 kr. - var það aðalástæðan f.að ég prófaði það fyrst).
http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 0994#30994
Síðan ég skrifaði þetta hef ég prófað mig áfram í lágklassa bónefnunum, afskrifað flestallt bón sem byggir mest á Carnauba waxi, t.a.m. "Meguiars Gold Class Clear Coat Liquid Carwax". Það vannst vel, lyktaði eins og sælgæti en entist ekki út vikuna - f.utan að nú er ég með svarta plastlista sem ég virðist aldrei ætla að ná bóninu af
Þar sem ég reyni að bóna á 2ja-3ja vikna fresti finnst mér TurtleWax bón henta mér best: Algjörlega laust við hreinsihæfileika (engin slípiefni né leysiefni) og skítódýrt
Hinsvegar er ég mjög spenntur f.að prófa Zaino fjölskylduna, það er bara svo mikill process að ég er ragur við að byrja
P.S. Avatarinn þinn lofar góðu - er von á meira myndefni í bráð?
