bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 18:20

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 41 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject: Hvaða bón er best?
PostPosted: Thu 22. Apr 2004 23:13 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Í tilefni af góða veðrinu og því að sumarið er að koma langaði mig að vita hvaða bóni meðlimir klúbbsins mæla með. Allir vilja jú hafa BMW-inn sinn glansandi og fínan.

Mín reynsla er líka sú að maður notar ekki sama bón á sumrin og á veturna. Vetrarbónið þarf fyrst og fremst að hreinsa tjöru vel en sumarbónið að gefa góðan gljáa.

Hvað finnst ykkur og hvað notið þið?

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 22. Apr 2004 23:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Zymöl á víst að vera allveg súper: http://www.unixnerd.demon.co.uk/zymol.html

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 00:36 
Offline
Bannaður

Joined: Mon 15. Sep 2003 16:31
Posts: 526
Location: Reykjavík
ég mæli mest með Auto Glym bónið og öllu sem tengist
Auto Glym ég hef prófað margt t.d. Íslenska bónið Sonax eitthvað amerískt Litabón og þar á meðal Auto Glym og það fynnst mér koma lang best út.

_________________
Hell was full so i came back!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 00:58 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Auto glym er MJÖG gott

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 01:02 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
SONAX er fínt en endist stutt. Autoglym vörurnar er alveg brilliant en SUPER RESIN POLISH ekki eins drjúgt eins og seljandi vill meina. :?

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 01:05 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 03. May 2003 18:27
Posts: 834
Nota AutoGlym og er mjög sáttur nema á felgurnar nota ég eitthvert bón frá Gísla Jóns sem ég man ekki hvað heitir - Apallo eitthvað sem endist og endist

_________________
XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
B3 biturbo 2008 #101 (on it's way)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 01:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Pyrmo/Dinol Dinitrol 7040 Hardwax sem fæst í Fálkanum er pottþétt eitt það allra besta bón sem ég hef komist í kynni við og er það eina bónið sem mér dettur í hug að nota á veturna. Það er svipað og Sonax í meðförum, þ.e. mjög þunnt hreinsibón sem tekur ALLA tjöru en það endist svo svakalega að sjálft mjallarbónið má vara sig. Ég t.d. hef bónað bílinn hans pabba svona 2-3 á ári og það er alltaf eftir bón á bílnum þegar ég tek mig til við að bóna.

Ég hef bónað minn bíl með AutoGlym Super Resin Polish síðustu tvö skipti til að prófa og er mjög sáttur við gljáann og vinnuna á því en finnst það engan veginn perla né endast nógu vel.

Sem dæmi þá hafði leikið smá módelbensín á afturstuðarann hjá mér í dag þ.a. ég strauk yfir með Pyrmo bóninu til að ná öllu af. Ég ákvað svo fljótlega á eftir að skola bílinn og munurinn á því þar sem pyrmo bónið var og þar sem bónað hafði verið með Super Resin var ótrúlegur(bónaði með Super Resin á mánudag!).

Ég á ennþá eftir að finna það bón sem gefur jafn sterka áferð og perlar jafn vel og þó hef ég prófið mikið af bóni. Hef einnig notað Meguaris Gold Class sem gljáir mjög vel og er mjög sambærilegt við Super Resin en er ekki eins þægilegt að pússa.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 01:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 30. Aug 2002 22:04
Posts: 1505
Location: Seltjarnarnes
Hafa menn eitthvað prófað Extra gloss protection frá Autoglym. Ég bónaði með Super resin og setti extra gloss á hluta af bílnum, verður gaman að sjá muninn í endingu.

_________________
C32 AMG Carlsson
Toyota Land Cruiser 80
Subaru Impreza GX - beater!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Hvaða bón er best?
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 04:27 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 29. Nov 2002 17:49
Posts: 316
Location: NY
Nökkvi wrote:
Mín reynsla er líka sú að maður notar ekki sama bón á sumrin og á veturna. Vetrarbónið þarf fyrst og fremst að hreinsa tjöru vel en sumarbónið að gefa góðan gljáa.

Hvað finnst ykkur og hvað notið þið?


First things first: Velkominn á spjallið! Gaman að enn einn forfallinn áhugamaðurinn sé farinn að skrifa :wink:

Sjálfsagt allir sem hafa staðið í því að þrífa bílinn sinn í vetrar-tjöruparadís Reykjavíkur hafa góða reynslu af Sonax og álíka hardcore hreinsibónefnum. Sonax hefur oft komið að góðum notum á veturna þegar tjara hefur setið eftir þrátt fyrir tjöruleysi, háþrýstiþvott og vandlega yfirferð með svampi.

Ég hef farið í gegnum ansi breitt úrval af bónefnum - og í raun enn ekki fundið eitthvað "undraefni". Ég prófaði AutoGlym vörurnar vel og vandlega, var mjög ánægður með gljáa þegar bæði Super Resin Polish og Extra Gloss Protection voru notuð. Get í raun ekki sagt að Super Resin Polish eitt og sér hafi framkallað gljáa sem önnur bón hafa ekki gert. AutoGlym vörurnar eru töluvert dýrari en önnur minna virt efni, og það sem einna helst stendur í mér er endingin á þeim. Jafnvel þegar ég bar Super Resin Polish á gat ég ekki reiknað með því að halda góðri "perlun"/fráhrindingu á vatni. (NB! Er ekki að segja að endingin á AutoGlym sé slæm, einfaldlega að endingin ásamt gljáa réttmæti ekki verðmiðann).

Það sem einnig stendur í mér varðandi Super Resin Polish er að það inniheldur fínan slípimassa. Mín stefna í þessum málum er að halda þessum polish og wax ferlum sem mest aðskildum, þ.e.a.s. að vera með sérstök efni þegar ég ætla að vinna á hárfínum rispum (nota Claybar eða sérstakt Polish) og síðan efni sem eingöngu er hugsað í vörn á lakki og gljáa. Eins og e.t.v. margir á þessu spjalli finnst mér það skemmtilegt verk að bóna bílinn minn og vill gera það örlítið oftar en flestir aðrir. Það skiptir mig því miklu máli að ég vinni sem minnst með slípiefni - og þegar ég geri það er það af ásettu ráði.

Hérna er eldri þráður það sem við ræddum svipað málefni:
(Steikt að vitna í sjálfan sig :wink: )
Quote:
Gerið grín að mér eins og þið viljið , en á BMW-inn var ég hrifnastur af Turtle Wax bóni sem fæst á Skeljungsstöðvunum. (Það var á tilboði f. u.þ.b. 2 árum og kostaði brúsinn innan við 300 kr. - var það aðalástæðan f.að ég prófaði það fyrst).

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtop ... 0994#30994

Síðan ég skrifaði þetta hef ég prófað mig áfram í lágklassa bónefnunum, afskrifað flestallt bón sem byggir mest á Carnauba waxi, t.a.m. "Meguiars Gold Class Clear Coat Liquid Carwax". Það vannst vel, lyktaði eins og sælgæti en entist ekki út vikuna - f.utan að nú er ég með svarta plastlista sem ég virðist aldrei ætla að ná bóninu af :cry:

Þar sem ég reyni að bóna á 2ja-3ja vikna fresti finnst mér TurtleWax bón henta mér best: Algjörlega laust við hreinsihæfileika (engin slípiefni né leysiefni) og skítódýrt :D

Hinsvegar er ég mjög spenntur f.að prófa Zaino fjölskylduna, það er bara svo mikill process að ég er ragur við að byrja ;)

P.S. Avatarinn þinn lofar góðu - er von á meira myndefni í bráð? =D>


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 07:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Já velkominn Nökkvi. Er þetta mynd af 540 bínum sem þú verslaðir áður en þú fórst heim frá þýskalandi? Ég væri til í að sjá fleiri myndir af bílnum? Hvernig er svo að vera kominn heim? Saknar ekkert þýskalands?

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 08:28 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 18. Apr 2004 22:26
Posts: 316
Location: Ísland
Takk fyrir welcome nóturnar, það er greinilegt að ég á fleiri vini inn á spjallinu en ég vissi um :wink:

Eitt sem jth minntist á langar mig líka að ræði fyrst við erum komnir út í almennar bílahreinsiumræður:

Er í alvöru gott að þvo bílinn sinn með svampi?

Mín skoðun er sú að það setjist alltaf einhver sandur í svampinn og hann breytist smátt og smátt (hraðar en mann grunar) í sandpappír. Það er líka staðreynd að ef þvegið er með svampi notar maður of lítið vatn.

Ég sá í Þýskalandi prófun (gerð af háskóla!!!) hvort væri betra að þvo bíl með svampi eða í bílaþvottastöðvum (að nota kúst er nánast óþekkt). Þar kom bílaþvottastöðin mun betur út. Það voru bæði færri rispur og þær lágu allar í sömu átt. Ef þvegið er með svampi þá koma rispur í allar áttir og margar djúpar og ljótar. (Þetta kom fram þegar lakk bílanna var skoðað í smásjá).

Ég er því búinn að leggja svampinum og á bara minn eigin kúst og þvæ heima. Þar af leiðandi er kústurinn eins hreinn og hægt er, ég veit alla vega hvaða drulla er á honum. :lol:

Varðandi bílamyndir er aldrei að vita nema ég setji inn nokkrar við tækifæri. Ég held reyndar að fimman mín sé nú eins orginal eins og hægt er en hver veit nema það breytist.

_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 08:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 14. Mar 2003 16:41
Posts: 1638
Location: Reykjavík
Já, ég hef allavega newfound respect fyrir almennilegum þvottastöðvum eftir að ég flutti út. Þrífur bílinn mjög vel og virðist ekki rispa neitt. Svo fer ég með tannburstann, bónið og allt eftir á.

Varðandi bón þá er ég að nota bónið sem BMW selur. Félagi minn sem hefur átt nokkra BMW-a benti mér á að prófa það og það svínvirkar. Er reyndar svolítið feitt en ef maður gefur sér tíma þá glansar hann virkilega vel. Hefur einhver hér prófað bæði þetta og autoglym? Ég hef ekki prófað Autoglym svo ég hef ekki samanburðinn.

_________________
JÞS
- 323i coupe - '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 09:07 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 03. May 2003 18:27
Posts: 834
Svezel wrote:
Ég hef bónað minn bíl með AutoGlym Super Resin Polish síðustu tvö skipti til að prófa og er mjög sáttur við gljáann og vinnuna á því en finnst það engan veginn perla né endast nógu vel.


Það kemur með Extra Gloss Protection (þetta með gyllta miðanum), sérstaklega hvað perlunina varðar

_________________
XC 90 2005 V8 (frúarbíllinn)
Suzuki Hayabusa GSX1300R 1999
B3 biturbo 2008 #101 (on it's way)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 12:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Eins og amrgir aðrir hér á þessum þræði segi ég AutoGlym líka. :D

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 23. Apr 2004 12:49 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Ég ætla að prófa þetta bón úr Fálkanum - ólíkt flestum hérna finnst mér leiðinlegt að bóna en vil samt hafa bílana fallega og hreina. Ég væri því afskaplega kátur ef endingin væri góð.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 41 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 14 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group