John Rogers wrote:
Steini, athugar það að við erum engin góðgerðarsamtök

Það kostar fullt af peningum að reka svona braut
Tryggingar eru mjög háar og einnig leigan á landinu
Ég sé ekki að ég hafi haldið því fram að þið væruð góðgerðasamtök. Það er algjör óþarfi að taka fram að það "kosti að reka svona braut", enda segir það sig sjálft. Ég vildi einfaldlega benda á að mér þykir þetta business model ykkar vera flawed og ekki ykkur, íþrótinni eða öðrum, í haginn.
Ég vil meina að þið gætuð dregið að ykkur fleiri ökumenn (sérstaklega first-timers) ef þið gefið þeim kost á að keyra fyrir meiri pening en sleppa félagsgjöldum. Félagsgjöld og svo dagpassi (ef þú þarft dagpassa f. fyrsta skiptið - eitthvað heyrði ég að það yrði hugsanlega nauðsynlegt í framtíðinni) er svolítill startpakki fyrir nýliða og er fráhrindandi. Gefið þeim þann kost að keyra án þess að vera meðlimur og þið eruð hugsanlega komnir með talsvert stærri hóp af ökumönnum sem mæta á æfingar, hugsanlega keppnir og verða vonandi hluti af sportinu.
Ef þeir hafa keyra og komast að því að þetta er ekki eitthvað sem þeir vilja stunda áfram, þá eruð þið a.m.k. komnir með 2000 kall í reksturinn sem þið hefðuð ekki fengið áður. Ef þeir hafa áhuga, þá gerast þeir líklegast meðlimir og taka aukinn þátt í íþróttinni og ætti það að vera augljós hagnaður fyrir ykkur.
Það er einhver misskilningur á ferð ef þið haldið að ég sé að fara fram á það að þið farið að bjóða upp á eitt og annað fríkeypis, heldur væri gaman ef þið mynduð skoða þetta nánar og kanna hvort þetta sé raunverulegur, og hugsanlega góður, möguleiki.