Danni wrote:
Þetta er samt ekkert svo slæm útfærsla. Ef þetta fer í gang og virkar þá er ég alveg að gúddera þetta. Sérstaklega því hann er alveg stock að innan fyrir utan auka mælana.
En hvernig ætlarðu að redda viftu framaná mótorinn? Getur hann nokkuð gengið lausagang (bíllinn stopp en í gangi) án þess að ofhitna þegar það er engin vifta?
það er nefnilega það, á 750 er orginal "öryggis" rafmagnsvifta en hún er tengd með hitaskynjara á vatnskassann og hefur líklegast verið hugsuð að fara í gang ef vökvakúplingin á vélinni bilaði þannig vélin myndi þá ekki ofhitna, en það sem ég er búinn að vera dunda mér í er að tengja þetta unit þannig að ég geti kveikt á henni sjálfur og slökkt, hitaskynjarinn virki og kveiki á viftunni á réttum tíma (þetta er stillt á..90-94° líklegast) og einnig að ég geti opnað fyrir rafmagnið að henni og lokað fyrir það framhjá skynjaranum og rofanum. s.s einföld útgáfa af þessu er að skynjarinn virkar, ég get kveikt og slökkt á viftunni að vild og ég get slökkt á henni þannig að hvorki rofinn né skynjarinn geti kveikt á henni en þá logar rautt ljós í mælaborðinu svo maður gleymi þessu ekki, en þessi OFF rofi er eingöngu útaf því að ef það slökknar á bílnum þegar hann er vel heitur og viftan er í gangi útaf skynjaranum þá á bílinn erfitt/erfiðara með að fara í gang vegna þess hve þessi vifta er gríðastór og tekur óhemju rafmagn þannig þetta kerfi er núna alveg idiot proof en þessir rofar eru staðsettir í hólfinu vinstra megin við stýrið ásamt handvirka-innsoginu. Þetta sést ekki nema opna hólfið
sko að gera þetta "vel" s.s vélar ísetningin, frágangur á rofum, slöngum og smáatriðum eins og þetta viftuvesen er það sem gerir bílinn að mínu mati góðan í staðinn fyrir eitthvað mix en aftur á móti tekur þetta alveg óhemju tíma, ef ÞÚ ætlar að setja svona í bílinn þinn af einhverjum ástæðum þá skaltu hafa samband við mig og einnig gera ráð fyrir þrefalt meiri tíma í þetta en þú hafðir planað fyrst, nema þú sért að smíða einhverskonar spólhræ sem þú hendir bara fljótlega
og þarft þá ekkert að hafa áhyggjur að þessu. Eins magnað og það er þá eru bílar samsettir úr ótal smáatriðum og ef eitt þeirra er ekki að virka sem skyldi þá er það fljótt að skemma út frá sér.
p.s veit ekki hvað þessi vifta kallast en sé enga ástæðu fyrir henni nema bara það að kikka inn ef hin bilar þannig hún hefur líklegast ekkert farið í gang frá því bílinn var nýr.