gstuning wrote:
UnnarÓ wrote:
Þar sem það er allavega ekkert að fara að gerast meðan þetta bíður óleyst.
Það er akkúrat ekkert sem segir það.
Við erum bara að framlengja ástandið sem hefur verið viðvarandi hér síðustu tvö ár. Mikil óvissa og allir halda að sér höndum því þeir geta ekki séð fram í tímann hvernig málið endar.
bimmer wrote:
UnnarÓ wrote:
bimmer wrote:
UnnarÓ wrote:
Þar sem það er allavega ekkert að fara að gerast meðan þetta bíður óleyst.
Hvað akkurat gerist við samþykki ICESAVE sem að veldur því að eitthvað fari að gerast hérna??
T.d. með samþykki batnar lánshæfismatið sem er liður í því að minnka óvissu sem er helsti Þrándur í Götu hvað varðar fjárfestingar og batnandi atvinnumál.
Við erum skuldsett upp í rjáfur - eigum við semsagt að taka á okkur Icesave skuldaklafann til þess
að geta tekið enn meiri lán?
Ertu viss um að það sé það sem þarf?
Vantar okkur peninga til framkvæmda? Eru ekki til nógir peningar í bönkunum hér heima?
Þarf ekki frekar að stilla af vaxtastigið hér þannig að þeir peningar fari í umferð????
Ég er ekki að segja að já sé einhver draumalausn, þetta er þó óneitanlega skynsamari lausnin af þessum tveimur.