Ég skal sýna graf af þessu seinna í dag sem útskýrir hvaðann vinnan kemur í gegnum heilt cycle.
EDIT : Ég hafði aðeins meiri tíma enn ég hélt.
Á þessari mynd sjást öll slögin í vélinni.
Það sést að það er þrýstingur í stimpil rýminu öllum stundum (þetta er líklega meðal þrýstingur í rýminu).
Ef það er þrýstingur á slagi þegar stimpill fer upp þá er það neikvæð vinna , þ.e
Compression og Exhaust slög.
Compression slag : allur auka þrýstingur sem myndast útaf brennanndi bensíni er í raun vont fyrir aflið í vélina, enn er oftast offset af gaini í afli þökk sé rétt tímuðum max þrýsting. Þess vegna væri 0 gráður og instant bruna myndun best í heimi, meira að segja seinna enn það. Aukin flýting hefur neikvæð áhrif ef max þrýstingurinn eftirá er ekki rétt tímaður (þetta sést þegar maður eykur flýtingu án þess að lenda í det og aflið eykst ekki neitt)
Exhaust slag : allur þrýstingur sem er eftir í rýminu sem stimpill þarf að fá vinnu í til að losa mælist sem neikvætt afl úr vélinni.
Hérna hefur opnunar tími á púst ventli mikið að segja.
Allur þrýstingur sem myndast á Power og Intaka slagi mælist sem jákvæð vinna úr sveifarás
Intake : boost jákvætt ofan á stimpil þótt það sé bara intake slag (auðvitað mjög lítið auka power þar að fá samt).
Enn ef maður væri með segjum 6:1 compression og 3bör boost þá fær maður meiri jákvæða vinnu á intake slaginu þökk sé compressornum sjálfum, og aflið væri meira.
Power : rétt tímaður max þrýstingur segir mest til um hversu mikið afl mælist

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
