Jæja nú er aðgerðarleyssimælirinn orðinn fullur og ég því byrjaður að vinna í sjöunni
ATH: Í þetta skiptið verður ekki stoppað eða tekið pásu fyrr en bíllinnn er kominn á númer og í daglega notkun!
Ég er búinn að vera að taka til í skúrnum þegar ég hef komist í það núna undanfarið og núna um daginn kláruðum við Skúli(srr) verkið og er sjöan með eins mikið pláss og á verður kosið í þessum skúr.
Eins og sjá má er bíllinn orðinnn vel rykugur að utan eftir dvölina í skúrnum:

Ég ætla að klára að græja gírkassan fyrst áður en hann fer á vélina og ætla ég að skipta um vökva á honum, bakkljósarofan, gírkassapúða, pakkdósirnar þrjár og alla slithluti í gírskiptibúnaðinum.
Hér er ég búinn að henda honum á vélarstandinn:

Núna í kvöld tappaði ég svo olíunni af kassanum og ætla að skipta um pakkdósirnar á morgun:

Rétt rúmur einn líter af ATF vökva kom af kassanum:


Svo í fyrradag aftengdi ég kælivökvaslöngur, jörð og startara þannig að vélin er tilbúin að fara uppúr:

Ef einhverjum vantar varahluti í M30 þá má hinn sami hafa samband því að ég þarf að losna við þetta dót:

Svo tók ég eftir þessum rispum á pressunni, er eitthvað því til fyrirstöðu að nota þessa pressu?

Ég hendi svo inn fleirri myndum við tækifæri

Sssssæælarr..................