Ég held að við séum nánast 100% sammála Sæmi, en ég er almennt á því að ábyrgðarstörf á Íslandi séu alltof lágt endurgoldin, almennt.
Launakröfur og launagreiðslur fóru algerlega í ruglið síðustu árin fyrir hrun, t.d. há þínu fyrirtæki Sæmi og ég man að þú talaðir sérstaklega um það. Í mínum geira voru alskonar aular komnir með multi milljóna launasamninga, keyptir yfir á ruglaðar upphæðir og mörghundruð milljón króna kaupréttasamnninga. En það er nú einu sinni þannig að til að bullið gangi upp þarf hað halda mönnum góðum. Eigandinn fær nógu mikið lánað stutt af bankastjóra, bankastjóranum borgað nógu mikið til að hann setji ekki út á það, bankastjórinn velur sér já-menn og klínir á þá kaupréttum og ofurlaunum. Já-mennirnir finna sér undirmenn eða kaupa til yfir "sína menn", bullilð fullkomið.. allir sáttir þangað til að blaðran springur.
Staðan í dag:Ég væri til í að sjá einhverjar hæfniskröfur settar á alþingismenn, og í minnsta lagi hæfniskröfur á ráðherra. Í dag er það t.d. þannig að ALLIR sem taka að sér stjórnunarstöðu í fjármálafyrirtæki, jafnvel menn sem koma ekki að daglegum rekstri eins og formenn stjórna, þurfa að standast mjög ýtarlegt hæfnispróf hjá FME. Mig grunar að fjármálaráðherra (núverandi og fyrrverandi) þurfi EKKI að fara í sama hæfnispróf eftir því sem ég best veit. Allavega væri áhugavert að sjá hvort að hann myndi standast það.
Persónulega finnst mér 3milljónir á mánuði ekki vera há laun. Persónulega finnst mér skandall hvað ráðamenn á Íslandi telja mannsæmandi laun, og þá er ég t.a.m. að vísa í kannanir um það hverjar ráðstöfunartekjur þurfa að vera.
Ég hef t.d. lagt til að fækka þingmönnum um helming og borga þeim sem eftir verða tvöföld laun, þá kanski er slim chance að einhver sem actually getur eitthvað fáist til starfsins.
Setja STRANGAR hæfniskröfur á ráðherra og aðra framkvæmdarstjóra/forstjóraígildi, þannig að það fari ekki einhverjar geimverur eða Jónar Bjarnasynir í þessi störf. Banna þingmönnum að vera ráðherrar, enda engar hæfniskröfur gerðar til þingmanna.
Sjálfur veit ég ekki nóg um hæfni nýju bankastjóranna til að segja 100% af eða á með þá, en ég get rétt ímyndað mér að þeir hafi verið settir í gegnum ansi þrönga trekt enda sæmilega umdeild störf þarna.
En þið sjáið samt eitt.. Höskuldur fékst ekki til starfsins nema krefjast þess að fá 10mkr í eingreiðslu up front, sem og hann fékk.
Ætli það hafi verið vegna þess að það stóðu hæfir menn í röðum og biðu eftir stöðunni.
Sjáið t.d. vandræðaganginn með að ráða í stöðu forstjóra orkuveitunnar nú eða Íbúðalánasjóðs.
Sjáið t.d. hver er borgarstjóri í dag

einhver gamall hasshaus án menntunar og reynslu sem stendur upp á mikilvægum fundum og og lætur sig hverfa, nennir þessu ekki eða segis vera fara að pissa.
Hæfir menn eru ekki á hverju strái á Íslandi því að þeir vour flestir/eru flestir tengdir hruninu á einn eða annann hátt því miður.
Bankarnir tóku til sín nánast alla sem útskrifuðust úr æðri menntastigum, hérlendis og erlendis í c.a. 10 ár.