Jæja. Byrjaði í dag að skipta um fjöðrunina.
Byrjaði að aftan þar sem það eru engar fóðringar eða vesen sem þarf að skipta um þar. Bara demparar og gormar.
Bíllinn kominn á búkka
Fljúgandi E34 
Fjöðrunin vinstra megin að aftan komin úr. Þegar ég tók þetta úr fór neðsti hlekkurinn í gorminum úr líka = brotinn gormur.
Fór að þrífa drulluna af dempurunum með skrúfjarni. Komst að því að dempararnir sem voru í bílnum voru Bilstein / AC Schnitzer demparar 

Það er þessi AC Schnitzer límmiði á þeim og síðan stimplað í demparann sjálfan aðeins neðar, ef límmiðin skildi flagna af.
Búinn að losa toppfóðringuna af hægri demparanum og þá blasti þetta við mér svona. Þríbrotinn gormur að ofan. Helst saman með einhverri gúmmí hulsu sem er utanum efsta partinn.
Vinstri gormurinn aftur. Hann var tvíbrotinn að ofan og stykki brotið úr honum að neðan
Öll verkfærin og allt sem þurfti til að setja nýja dótið saman. (Nema samsláttarpúðarnir, gleymdi að hafa þá með á myndinni)
Báðir nýju dempararnir og gormarnir komnir saman með öllu nýju nema samsláttarpúðunum.
Síðan setti ég þetta í bílinn og gekk frá afturbekknum á sinn stað og er alveg búinn að aftan. Tók núna matarpásu og fer síðan í að rífa allt í sundur að framan á eftir. Það á ekki eftir að taka svona stuttan tíma þar sem að ég tek allt í sundur og þarf síðan að fara að láta pressa nýjar fóðringar í ýmislegt að framan. Vona að það tekur ekki mjög langan tíma.
Ég ætlaði að taka þetta allt í sundur og pússa allt draslið og mála en ákvað að gera það ekki þar sem það er svo þykkt og gott lag af ryðvörn á öllu og ég vill ekki að allt draslið fer að ryðga eftir nokkur ár. Skiptir líka engu máli að hafa þetta vel útlítandi þar sem það er ekki lookið sem ég er að sækjast eftir heldur virknin.
Ég hlakka rosalega mikið til að keyra hann með nýja dótinu! Vissi að gamla fjöðrunin var orðin slæm en ekki svona rosalega slæm

Kom líka skemmtilega á óvart að það voru svona góðir demparar í honum fyrir. Þar sem þeir eru ekki alveg handónýtir þá ætla ég að þrífa þá vel og kanna hvort það er ekki hægt að gera þá upp svo ég geti selt þá.