bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sun 04. May 2025 10:32

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 
Author Message
 Post subject: Discovery á sunnudögum
PostPosted: Sun 04. Apr 2004 22:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ég veit ekki hvort þið vitið þetta en svo virðist sem sunnudagar á Discovery séu gersamlega uppfullir af skemmtilegum bílaþáttum. Ég hef bara legið fyrir framan imbann í nánast allan dag og horft á hvern snilldarþáttinn á fætur öðrum sem fjalla um allt frá breyttum Hummer H2 til formúlu 1.

Langaði bara að deila þessu með ykkur :)

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
PostPosted: Sun 04. Apr 2004 22:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Svezel wrote:
Ég veit ekki hvort þið vitið þetta en svo virðist sem sunnudagar á Discovery séu gersamlega uppfullir af skemmtilegum bílaþáttum. Ég hef bara legið fyrir framan imbann í nánast allan dag og horft á hvern snilldarþáttinn á fætur öðrum sem fjalla um allt frá breyttum Hummer H2 til formúlu 1.

Langaði bara að deila þessu með ykkur :)


Hef séð þetta einhvern tíma en tekst einhvern veginn alltaf að gleyma þessu. :(

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Apr 2004 22:40 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
mikið rétt :D thunder races ers e'a eitthvað álíka er geðveikt að horfa á og líka þáttin sem ákv hópur manna frá einherjum löndum taka sig til og smíða einvhver tæki og keppa Ísland var einmitt síðustu helgi, svo síðast en ekki síst þó það sé ekki altaf bíltengt scrap heap challence

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Apr 2004 22:40 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
Í dag var spes "Bíladagur" á stöðinni, flesta af þessum þáttum er hægt að sjá öðru hvoru í dagskránni.

Mæli með "Fast Cars" þar sem þrír góðir sportarar eru grandskoðaðir, Porsche 911 Turbo, Corvette "Callaway"ed., Ferrari F50. Var að sjá þennan þátt í þriðja skiptið svo hann verður örugglega sýndur oftar.

Reyni að muna eftir auglýsingarþræði næst þegar svona bílamaraþon er í gangi, sá þetta nefnilega auglýst á föstudag og steingleymdi að pósta því :oops: :oops: :oops: :oops:

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Apr 2004 23:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Já það hlaut að vera að það væri einhver sérstakur bíladagur í dag, hef ekki orðið var við þetta marga bílaþætti áður á sunnudögum.

Horfði einmitt á "Fast Cars" í dag sem er mjög skemmtilegur þáttur en ég var búinn að sjá eitthvað af honum áður.

Svo voru tveir formúlu 1 þættir sem ég sá milli 11 og 13. Horfði frekar á þá en keppnina sem var í dag.

Einnig voru a.m.k. 2 þættir um hraðameta á landi sem voru mjög áhugaverðir.

Auk þess sá ég tvo "Rides" þætti sem voru mjög góðir, annar var um einhvern gaur sem breytir bílum og þá sérstaklega Hot Rod bílum en hinn um svona bling bling breytingar en hann var mjög spaugilegur. Merkilegt að nokkrum manni skuli detta í huga að breyta Ferrari Enzo.

Svo var einhver þáttur áðan um sögu bílsins en ég fylgdist ekkert sérstaklega vel með honum nema í lokin.

Snilldar dagskrá :D

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Apr 2004 23:13 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 25. Apr 2003 07:11
Posts: 2674
Location: Reykjavík
:lol: :lol: :twisted: Breyta Enzo já, þeir þorðu nú ekki að eiga við annað en felgurnar og kom það ágætlega út.

Kom fram að upphaflega verðið hjá Ferrari var $650.000 en þeir eru seldir þaðan á $1.milljón!!!(2.millur aftermarket price)

Ekki nóg með það heldur velur Ferrari gaumgæfilega kaupanda á hvert einasta af þessum 399 sem framleiddir verða(voru?)


Hinar bling bling breytingarnar voru bara í ruglinu og kosta oft meira en bíllinn sjálfur frá verksmiðju.

_________________
1990 Benz 250D W124


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Apr 2004 23:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Já þeir virtust láta það duga að setja þessar bling bling felgur undir en voru samt eitthvað að væla um að skitpinguna, stýrið og rafmagn í rúðum. Sá alveg fyrir mér að þeir myndu rústa bílnum en svo var sem betur fer ekki.

Menn sem vilja lúxus og bling bling eiga að kaupa eitthvað annað en ENZO!

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 05. Apr 2004 16:35 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Discovery er uppáhalds stöðin mín........það eru alveg geggjaðir þættir þarna.
En já Enzo og bling bling á ekki að vera saman í setningu :evil:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 05. Apr 2004 16:59 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 17. Feb 2004 15:36
Posts: 1739
Location: Kópavogur
bjahja wrote:
Discovery er uppáhalds stöðin mín........það eru alveg geggjaðir þættir þarna.
En já Enzo og bling bling á ekki að vera saman í setningu :evil:

Sammála þessu! :evil:

_________________
...Mazda 323F 98'...

S.S.S
"We are all born ignorant, but one must work hard to remain stupid." -Benjamin Franklin


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 05. Apr 2004 18:09 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Wed 08. Jan 2003 18:13
Posts: 1094
Location: Vestmannaeyjar
Felgurnar sem settar voru undir Enzoinn voru ljótar fannst mér...pössuðu allavega ekki neitt við bílinn hefði haft hann frekar á orginal felgunum...

Síðan var líka tekið fram að það kostaði 700 dollara að láta smyrja hann..

_________________
BMW 750 il
BMW Z3
Jeep Grand Cherokee V8 99 árgerð
Husaberg 450 Götuprjónarinn


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 05. Apr 2004 18:10 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Tue 03. Sep 2002 20:21
Posts: 2807
Location: Reykjavík
Þessar felgur voru ekki að gera það fyrir mig... orginal-inn var miklu flottari.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 11 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 9 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group