Já það hlaut að vera að það væri einhver sérstakur bíladagur í dag, hef ekki orðið var við þetta marga bílaþætti áður á sunnudögum.
Horfði einmitt á "Fast Cars" í dag sem er mjög skemmtilegur þáttur en ég var búinn að sjá eitthvað af honum áður.
Svo voru tveir formúlu 1 þættir sem ég sá milli 11 og 13. Horfði frekar á þá en keppnina sem var í dag.
Einnig voru a.m.k. 2 þættir um hraðameta á landi sem voru mjög áhugaverðir.
Auk þess sá ég tvo "Rides" þætti sem voru mjög góðir, annar var um einhvern gaur sem breytir bílum og þá sérstaklega Hot Rod bílum en hinn um svona bling bling breytingar en hann var mjög spaugilegur. Merkilegt að nokkrum manni skuli detta í huga að breyta Ferrari Enzo.
Svo var einhver þáttur áðan um sögu bílsins en ég fylgdist ekkert sérstaklega vel með honum nema í lokin.
Snilldar dagskrá
