bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Mon 05. May 2025 12:17

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 13:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
http://blog.eyjan.is/omarragnarsson/2011/02/06/frelsi-eins-naer-thangad-sem-frelsi-annars-byrjar/

Quote:
Frelsi eins nær þangað sem frelsi annars byrjar.

Í fyrradag henti ökumaður á bíl, sem beið fyrir framan mig á ljósum, gosdrykkjaflösku út um gluggann. Ég snaraðist út og rétti honum flöskuna aftur inn um gluggann með þessum orðum: „Þessi flaska datt út um gluggann hjá þér.“

Þetta tók örskotsstund meðan við biðum á rauða ljósinu og þegar það græna kom, ókum við báðir af stað. Meðan ég sá til kom flaskan ekki aftur út um gluggann.

Í því mikla landi frelsisins, Bandaríkjunum, er þetta orð sveipað dýrðarljóma en þó virkar margt þar eins og frelsisskerðing fyrir Íslendinga, svo sem það sem sjá má á skiltum í mörgum ríkjum, að ef það sannast að þú hafir hent sígarettustubbi eða bjórdós á víðavangi, þarftu að borga 130 þúsund króna sekt.

Af hverju svona háa sekt? Ástæðurnar eru sennilega tvær.

1. Frelsi eins nær þangað sem frelsi annars byrjar. Ég hef verið á milljón manna flugsýningum í Bandaríkjunum þar sem hvergi sést sígarettustubbur eða karamellubréf á jörðinni. Ástæðan er sú, að með því að einstaklingur taki sér það frelsi að henda slíku á jörðina, rænir hann um leið tíma og fyrirhöfn annars manns, sem fyrr eða síðar verður að tína þetta upp, rænir hann sem sé frelsi frá því að þurfa að gera það.

Ég spurði einn starfsmann, af hverju þetta væri svona strangt. Hann svaraði: „Um leið og byrjað verður að haga sér svona hérna mun það verða til þess að þessi flugsýning verður lögð niður. Við látum ekki skríl eyðileggja hana fyrir okkur, – hann hefur ekkert leyfi til að haga sér þannig gagnvart okkur.

Ég spurði af hverju sektin væri svona há. Hann svaraði: Það er til að undirstrika tvennt: Að við erum ákveðin í að láta ekki eyðileggja umhverfið fyrir okkur og ganga á stjórnarskrárvarinn rétt til þess að það sé óspillt og í annan stað verður sektin að hafa fælingarmátt.

Það er sáralítil fyrirhöfn fólgin í því að sjá sjálfur um eigin úrgang en ef enginn vill gera það, hlýst af stórfelld fyrirhöfn fyrir þá sem neyðast til að moka yfir skít slíks fólks eða þrífa hann upp.

Þeim, sem sýna af sér slíkt siðleysi, þótt í smáu virðist, er engin vorkunn til að taka afleiðingunum.“

Athyglisvert er að í stjórnarskrám margra landa eru ákvæði um að hver borgari eigi rétt aðgangi að óspjölluðu umhverfi, og að lifa í umhverfi sem ekki er heilsuspillandi.

Ekkert slíkt ákvæði er í stjórnarskrá Íslands.

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 13:09 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
boðorð frjálshyggju númer 1.

:thup:


Þinn réttur endar þar sem réttur annars byrjar.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 13:15 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Flott hjá Ómari... ég hef stoppað menn og skammað fyrir að henda rusli, m.a. á hálendinu af öllum stöðum. Óþolandi skítapakk sem sóðar svona.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 13:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
bebecar wrote:
Flott hjá Ómari... ég hef stoppað menn og skammað fyrir að henda rusli, m.a. á hálendinu af öllum stöðum. Óþolandi skítapakk sem sóðar svona.


þó að sóðaskapurinn fari í pirrunar á manni þá er það virðingarleysið fyrir öðrum sem gerir mig illa pirraðan. hvað ætli liðið segði ef maður labbaði framhjá bílnum þeirra og henti rusli inn um gluggann hjá þeim? Eða á lóðina heima hjá þeim :twisted:

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 13:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
Ég hendi ekki rusli úti, enda alltaf með fulla vasa af rusli ef ég er úti að labba :oops: :lol:

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 13:25 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 26. Feb 2004 20:24
Posts: 4108
Location: 101
Það er bara hvítt rusl sem hendir rusli

_________________
Carrera4 964 '91


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 16:41 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Thrullerinn wrote:
Það er bara hvítt rusl sem hendir rusli

:thup:

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 22:13 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 26. Sep 2005 00:12
Posts: 5955
Location: Litla Ameríka
Ég hef EINU sinni séð hann Danna(Danni) reiðan en það var þegar ég sló hann í hnakkan fyrir að henda flösku út um gluggan á rúntinum.

Ég einmitt ÞOLI það með engu móti þegar fólk hendir rusli útí náttúruna og þá sérstaklega þegar það segir:"Þetta er atvinnuskapandi!" sem er einmitt það sem að Aron Friðrik segir alltaf þegar hann fleygir rusli út í náttúruna :evil:

_________________
Nútíðin:
E34 Touring '93 > R.I.P.
E34 530iT '95

Þátíðin:
E32 735i '89 ND-020
E30 325iC '89 AN-309
E30 318i '88 JS-554
E34 525iA '94 OZ-390
E28 518i '87 IT- 629
E46 318i '00 TB-590


Last edited by ömmudriver on Mon 07. Feb 2011 00:04, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 22:58 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Þetta er bara því miður hugsunargangur hins menntaða manns að taka til eftir sig. Það er hrikalega mikið af fólki sem tæmir öskubakkana og hendir öllu rusli beint út um bílgluggan, hvað þá annað rusl sem fellur til í kringum það heimavið.

Hér á Íslandi er þetta oft og tíðum "unga fólkið" sem er margt ekkert svo ungt. Erlendis er þetta voðalega mikið eftir hvar þú ert í heiminum. Allt fyrir sunnan London er síversnandi Ítalía, Frakkland, Norður Afríka og toppar svo við miðbaug.

Algjört tillits- og hugsunarleysi.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 23:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 20. Mar 2007 17:07
Posts: 9113
Location: Hafnarfjörður
Strákar sem ég var með í skóla fengu sekt fyrir að henda ópal-pakka út úr bíl á ferð. Sáu ekki að lögreglan var fyrir aftan þá.

Það besta var að það var grenjandi rigning og þeir fengu ekki að fara fyrr en pakkinn væri kominn í leitirnar. Ásamt því fengu þeir sekt. :thup: Meira svona.

_________________
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Sun 06. Feb 2011 23:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
SteiniDJ wrote:
Strákar sem ég var með í skóla fengu sekt fyrir að henda ópal-pakka út úr bíl á ferð. Sáu ekki að lögreglan var fyrir aftan þá.

Það besta var að það var grenjandi rigning og þeir fengu ekki að fara fyrr en pakkinn væri kominn í leitirnar. Ásamt því fengu þeir sekt. :thup: Meira svona.


Taka USA til fyrirmyndar: [quote]Í því mikla landi frelsisins, Bandaríkjunum, er þetta orð sveipað dýrðarljóma en þó virkar margt þar eins og frelsisskerðing fyrir Íslendinga, svo sem það sem sjá má á skiltum í mörgum ríkjum, að ef það sannast að þú hafir hent sígarettustubbi eða bjórdós á víðavangi, þarftu að borga 130 þúsund króna sekt.[/quote]

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Mon 07. Feb 2011 08:56 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
Ef að enginn ruslar til þá verður alveg fáránlega mikið af fólki atvinnulaust. Hugsiði um ruslakallana, ræstitæknana, skúringadömurnar...... ef þið viljið hafa þetta á samviskunni þá er það ykkar mál!

Frekar kýs ég að henda draslinu mínu á gólfið/útum gluggan.

Neiiiiiiii ég segi nú bara svona. :)

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Mon 07. Feb 2011 09:46 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 24. Oct 2007 18:27
Posts: 1835
arnibjorn wrote:
Ef að enginn ruslar til þá verður alveg fáránlega mikið af fólki atvinnulaust. Hugsiði um ruslakallana, ræstitæknana, skúringadömurnar...... ef þið viljið hafa þetta á samviskunni þá er það ykkar mál!

Frekar kýs ég að henda draslinu mínu á gólfið/útum gluggan.

Neiiiiiiii ég segi nú bara svona. :)

Nákvæmlega, hugsa þetta alltaf þegar ég hendi rusli útum gluggan/skil eftir mig diska á mcdonalds, er að búa til vinnu fyrir aðra :lol:

_________________
E39 540i Touring


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Mon 07. Feb 2011 09:54 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 29. Mar 2009 14:06
Posts: 2687
Mikill munur samt á að skilja bakkann þinn eftir á borði á veitingarstað og að henda rusli úr bíl sem er
að ferðast á 80km/h. Geri hvorugt af þessu og mér finnst bara ekkert að því að hjálpa til með að
halda öllu hreinu.

_________________
Image
'01 e46 320Ci
Seldir - '96 e39 540i | e36 M50B25 Compact | 99' BMW 316i Compact | '91 e34 520i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Þvílík snilld
PostPosted: Mon 07. Feb 2011 10:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
sosupabbi wrote:
arnibjorn wrote:
Ef að enginn ruslar til þá verður alveg fáránlega mikið af fólki atvinnulaust. Hugsiði um ruslakallana, ræstitæknana, skúringadömurnar...... ef þið viljið hafa þetta á samviskunni þá er það ykkar mál!

Frekar kýs ég að henda draslinu mínu á gólfið/útum gluggan.

Neiiiiiiii ég segi nú bara svona. :)

Nákvæmlega, hugsa þetta alltaf þegar ég hendi rusli útum gluggan/skil eftir mig diska á mcdonalds, er að búa til vinnu fyrir aðra :lol:


fæddistu heimskur eða fórstu á námskeið/dastu á hausinn?

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 16 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 24 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group