bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 10. May 2025 12:17

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 205, 206, 207, 208, 209, 210, 211 ... 246  Next
Author Message
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 15:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Ég geri mér grein fyrir því að þetta á alltaf eftir að lesast með ákveðnum gleraugum en ég læt samt vaða.

Fyrir það fyrsta þá hefur enginn verið dæmdur ennþá og ekki einu sinni ákærður, það eru gríðarlega mörg mál í vinnslu og líklega verða einhver/mörg kláruð með ákærum. Sæmi þú mátt alveg líta sömu augum á þá sem drepa og þá sem svíkja, en ég geri það ekki, þetta er tvennt ólíkt í mínum huga. Sá sem verður drepinn kemur ekki aftur, sá sem drepur einu sinni er líklegri en aðrir til að drepa, tölfræðin er ekki flókin.

Reiði er skiljanleg, sérstaklega í garð þeirra sem stjórnuðu fjármálafyrirtækjunum (og Íslandi í leiðinni). Ef einhver hefur gert eitthvað mun það koma í ljós. Það er gríðarlega ósanngjarnt að bera mál Maddofs saman við þessi mál á Íslandi, af hverju:
1. Svikamylla Maddofs var frekar einföld, um leið og hún brotnaði vatt hún sjálf utanaf sér og það var í raun lítið sem þurfti að sanna, svikin voru augljós.
2. Kallinn var tiltölulega fljótur að játa á sig brotin, sem og sumir af hans meðglæpamönnum
3. Við erum að bera saman EITT mál (einfalt mál) vs. 60-70 mál (flókin mál)
4. Við erum að bera saman rannsóknarlið á Íslandi sem hefur enga reynslu og hefur yfir að ráða færri rannsóknarmönnum en mögulegir sakborningar eða rannsóknarmál eru, þannig var það allavega í byrjun. Þetta berum við saman við þaulreynt og þúsundmanna (tugþúsundmanna) lið rannsóknarmanna og saksóknara í bandaríkjunum, sem og löggjöf sem var þrenngd verulega við hrunið 1930.

Persónulega hefði ég viljað sjá Ísland ráða til sín her erlendra rannsóknarmanna og rannsaka þetta í ræmur strax og koma með ákærur strax ef tilefni væri til, en ekki taka þetta í einhverju slow-mo dæmi eins og nú hefur verið gert.

Sérstakur virðist vera að reyna að gera sitt besta, vonandi er það nógu gott. Fyrir mig væri betra að fá botn í þessí mál sem fyrst þar sem maður er og hefur alltaf reynt að gera hlutina heiðarlega. Það er kanski þess vegna sem ég komst aldrei til alvöru metorða í bankakerfinu :lol: :x og maður er þakklátur fyrir það í dag.

Ég er ALLS EKKI að reyna að verja meinta glæpamenn, en ég er að reyna að verja það hvernig þessi rannsókn er gerð og benda líka á það sem mér finnst að hefði mátt fara betur. En ég get engan vegin skilið það hvernig menn sem mæta með haglabyssu í heimahús tveim dögum eftir að hafa verði þar til að berja húsráðanda ganga lausir á meðan rannsókn fer fram á meðan menn sem hafa verið lausir og hugsanlega haft allann tímann í heiminum til að laga til eftir sig, eru settir í viku gærsluvarðhald.

Og svona til að loka mínu sjónarhorni á þessu, þá rétt vona ég að það verði aldrei þannig að menn séu handteknir aðþvíbara, ef menn hefðu viljað handtaka stjórnendur bankanna strax án þess að hafa rannsakað neitt, eða haft nægjanlega rökstuddan grun um eitthvað glæpsamlegt, væri ég orðinn hræddur við réttvísina á Íslandi. Það má vel vera líklegt að menn verði dæmdir, en að ætla að pikka menn upp og grísa svo á sekt þeirra er stórhættulegt.

Og for the record þá þekki ég það vel hvernig það fer með fólk að verða atvinnulaust, sérstaklega í langan tíma, og sérstaklega þegar um er að ræða duglegt fólk sem hefur aldrei gert neitt annað en að vinna vinnuna sína vel, en missir vinnuna í beinum tengslum við þessa kreppu. Það er hrikalegt.

EDIT: :o Sæmi ég ætla að vona að við séum ekki rífast, heldur frekar að rökræða. Ósköp eðlilegt að hafa mismunandi skoðanir á þessu. Held á við séum samt sammála um hvað þarf að gera, en ekki endilega sammála um hvernig.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 16:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
fart wrote:
Persónulega hefði ég viljað sjá Ísland ráða til sín her erlendra rannsóknarmanna og rannsaka þetta í ræmur strax og koma með ákærur strax ef tilefni væri til, en ekki taka þetta í einhverju slow-mo dæmi eins og nú hefur verið gert.


Nákvæmlega - af hverju var bara ekki sú franska látin um þetta - koma með her af þrælvönu
liði. Nei.... fenginn einn durgurinn úr sýkta íslenska embættismannakerfinu.

Svo hefði nú kannski líka mátt fá gott erlent stjórnendateymi til að taka við þessum 63 í nokkur ár
til að koma hér hlutunum í betra horf.......

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 16:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Í famhaldi af þessu þá er Íslenska bankadæmið mjög líklega ekkert sér-íslenskt. Nægir að líta til Írlands, Bretlands og Bandaríkjanna (ekki skrifað til að réttlæta íslenska bankahrunið). Bankar hafa farið á hausinn víða, t.d. hinn frægi Lehmann fór á fljúgandi kúpuna en þar hefur enginn verið dreginn til ábyrgðar enn þar sem þetta er enn í rannsókn eftir því sem ég best veit. Þetta eru oft gríðarlega flókin mál.

Það má miklu frekar líkja þessum Íslensku bankarannsóknum við Enron rannsóknina. Þar féll félagið 2000-2001 (á hausinn 2001) en réttarhöldin yfir Lay og félögum var ekki fyrr en 2006.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 16:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
fart wrote:

EDIT: :o Sæmi ég ætla að vona að við séum ekki rífast, heldur frekar að rökræða. Ósköp eðlilegt að hafa mismunandi skoðanir á þessu. Held á við séum samt sammála um hvað þarf að gera, en ekki endilega sammála um hvernig.


Ég færi aldrei að rífast við þig, þú ert geðveikt fínn gaur :lol:

Nei nei, það er ekki máli, þetta er rökræða (rökspjalla) fyrir mér allavega.

En aðeins að því sem þú skrifaðir. Ég er alls ekki að líkja saman glæpnum að drepa mann eða svindla peningalega. Þar er ég algjörlega sammála þér. Ég var einungis að bera saman ástæðu þess að hneppa menn í gæsluvarðhald, ekki að líkja glæpunum saman.

Ég verð samt að segja það að mér finnst sum mál á Íslandi ekkert ofsalega frábrugðin Maddoff dæminu. Hann byrjaði með gott í huga, svo þegar hann gat ekki staðið við loforðin þá fór hann að redda sér fyrir horn. Á endanum þá sá hann að þetta var vonlaust og hélt áfram dæminu alveg ótrúlega lengi og þetta vatt upp á sig endalaust. Hann vissi upp á sig sökina, vissi að hann var að gera kolólöglegan hlut. Mér finnst þetta ansi keimlíkt sumu sem kom fyrir hér heima :? Ég er ekki að segja að þessi mál séu jöfn að alvarleika hvað refsingu varðar, en þarna var gaurinn strax látinn sæta refsingu samkvæmt lögum.

Hér heima ER búið að sanna FULLT af ólöglegum hlutum í þessu dæmi, en það stendur bara í lögum "allt að bla bla bla refsivist". Það er engin dómhefð fyrir svona málum og því hefur fólk ekki verið látið dúsa í steininum fyrir þetta.

Algjörlega sammála einnig um þennan seinangang og hvernig hefði átt að standa að þessu. Fá team BE á staðinn erlendis frá og klára þetta. Þetta er óþolandi fyrir alla, þolendur og meinta gerendur. Fyrir utan hvað það fyrnist mikið og búið að sópa yfir.

Með atvinnuleysið, þá er ég einmitt að tala um að fyrir þig og mig .... (ég ætla allavega að vona að þú hafir ekki grætt það mikið að þú sért í hinum hópnum :) ) þá er það big deal að missa vinnuna. Ég er ekki að gera lítið úr því. En fyrir suma, sem ég og þú vitum alveg hverjir eru, þá er peningastreymið ekki vandamálið. Það er meira að hafa eitthvað fyrir stafni og svala þeirri þörf að vera einn af grúppunni og græja og gera. Það brenglar ásýnd fólks vil ég meina.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 17:00 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
saemi wrote:
Ég verð samt að segja það að mér finnst sum mál á Íslandi ekkert ofsalega frábrugðin Maddoff dæminu. Hann byrjaði með gott í huga, svo þegar hann gat ekki staðið við loforðin þá fór hann að redda sér fyrir horn. Á endanum þá sá hann að þetta var vonlaust og hélt áfram dæminu alveg ótrúlega lengi og þetta vatt upp á sig endalaust. Hann vissi upp á sig sökina, vissi að hann var að gera kolólöglegan hlut. Mér finnst þetta ansi keimlíkt sumu sem kom fyrir hér heima :? Ég er ekki að segja að þessi mál séu jöfn að alvarleika hvað refsingu varðar, en þarna var gaurinn strax látinn sæta refsingu samkvæmt lögum.

Hér heima ER búið að sanna FULLT af ólöglegum hlutum í þessu dæmi, en það stendur bara í lögum "allt að bla bla bla refsivist". Það er engin dómhefð fyrir svona málum og því hefur fólk ekki verið látið dúsa í steininum fyrir þetta.

Með atvinnuleysið, þá er ég einmitt að tala um að fyrir þig og mig .... (ég ætla allavega að vona að þú hafir ekki grætt það mikið að þú sért í hinum hópnum :) ) þá er það big deal að missa vinnuna. Ég er ekki að gera lítið úr því. En fyrir suma, sem ég og þú vitum alveg hverjir eru, þá er peningastreymið ekki vandamálið. Það er meira að hafa eitthvað fyrir stafni og svala þeirri þörf að vera einn af grúppunni og græja og gera. Það brenglar ásýnd fólks vil ég meina.


Munurinn á Maddof og að reka banka er gríðarlegur. Maddof var með einfaldann "sjóð" sem svindlaði þannig að hann greiddi einum hóp hluthafa út með inngreiðslu annarra, og svo koll af kolli. Tiltölulega simple, og einfalt að sanna.
Bankar eru miklu flóknair, og svona markaðsmisnotkunarmál eru miklu flóknari, þó svo að tilgangurinn með markaðsmisnotkun sé sá sami.

Ég tapaði öllu sparifénu, og var aldrei á það háaum launum/bónusum að það sæti eitthvað verulegt eftir hvort eða er. Meirihlutinn af mínum launum og bónusum fóru í bílana mína :lol: og ekki er þar um að ræða eitthvað mega dýrt.

En Pabbi hefur verið atvinnulaus í rúm 2 ár..

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 17:53 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Það er ánægjulegt að sjá tvo góða menn á rökstólum. Maður þarf ekkert að segja á meðan :D

Mig langaði aðeins að koma inn á eitt atriði sem ZED minntist á og það var með rauða hornið og lögfræðinga hokna af reynslu. Maður gefur ekki endilega svo mikið fyrir það því sama röksemd var notuð til að réttlæta bankasnilldina á sínum tíma. Þetta er heldur ekki sér íslenskt, það er eitthvað miklu meira og dýpra sem amar að sem veldur þessum straumhvörfum í nútímalegum samfélögum. Þar að auki þá er það eina sem rauða hornið getur gert að drekkja bláa horninu í lagatæknilegum atriðum. Það verður æ erfiðara og kostnaðarsamara og kisturnar eru ekki eins djúpar nú og þær voru áður (sjáum vesenið sem Jón Ásgeir hefur þurft að standa í til að verja sjálfan sig).

Þá er það sérstakt áhyggjuefni ef réttlæti í okkar samfélagi byggir á lagatæknilegum úrlausnum. Lög er alltaf hægt að túlka og her lögfræðinga getur fundið glppur og undatekningar. Það er einmitt vegna þessa sem mikilvægi þess að andi laganna ráði verður ekki ofmetið!

Ef lagatæknilegum meðölum er beitt þá er nauðsynlegt að beita harðari meðölum til að ná til manna, meðal annars gæsluvarðhaldi þó seint sé. M.ö.o. mætti færa rök fyrir því að óblíð meðferð sem þessi sé örvæntingarviðbragð þess sem glímir við ofurefli.

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 18:17 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
fart wrote:
Munurinn á Maddof og að reka banka er gríðarlegur. Maddof var með einfaldann "sjóð" sem svindlaði þannig að hann greiddi einum hóp hluthafa út með inngreiðslu annarra, og svo koll af kolli. Tiltölulega simple, og einfalt að sanna.
Bankar eru miklu flóknair, og svona markaðsmisnotkunarmál eru miklu flóknari, þó svo að tilgangurinn með markaðsmisnotkun sé sá sami.


Nei, ég er ekki inni í lögfræðiatriðum hvort það skiptir máli að þú ert að reka banka eða fyrirtæki. Ég er heldur ekki að tala um eitt ákveðið dæmi í þessu sambandi. En það voru bankar m.a. að brjóta lög með að lána tengdum aðilum og sjálfum sér langt yfir leyfð mörk . Það er ekkert vafamál, þetta eru staðreyndir. Er þá eitthvað vafamál um að menn brutu lög? Það sem mér finnst líkt með bönkunum og Maddoff er að menn voru að reyna að redda sér, íslenska aðferðin með að fara "aðeins á svig við lögin" og fixa þetta eftirá. Héldu að þetta væri bara tímabundið og þeir gætu bjargað öllu seinna meir. En svo fór allt í fokk....

En ég held nú að verstu dæmin séu ekki í bönkunum sjálfum, heldur í einkafyritækjunum. Þar fóru menn algjöru offari í svínaríinu.

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 19:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Ég hef reyndar haft það á tilfinningunni lengi (sbr. upphaf þessarar umræðu (early 2008)) við Sæmi minn erum 100% sammála í öllum grundvallaratriðum, en erum að tosast á um útfærslur og smáatriði.

Rétt skal vera rétt, réttlæti skal vera réttlæti, ranglæti skal vera refsað þegar dómstólar hafa skorið úr um það.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Last edited by fart on Sat 15. Jan 2011 19:36, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 19:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
saemi wrote:
Zed III wrote:
saemi wrote:
En vonandi að heavy special hafi fundið nógu mikið af restum og slóðum til að sanna mál sitt :o


not gona happen.

Það mun ekkert koma út úr þessu þrátt fyrir alla milljarðana sem eru settir í þetta.


Það má vel vera að það sé þín skoðun. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé hægt að breiða yfir allt hversu mikið sem þú sópar og ryksugar. Svona mál skilja eftir sig ótrúlegt magn af slóðum og ef þú hefur stóra bróður með þér í liði til að komast á þá staði sem þú þarft að leita á, þá held ég að þú munir jafnvel finna nægilegt magn til að sönnunar.

Ég segi látum á þetta reyna. Ég yrði mega ósáttur ef það væri sagt: Æjjj það eru svo litlar líkur á því að eitthvað finnist, og þetta er svo dýrt að við skulum bara sleppa þessu.

Eruð þið kannski að segja mér að það hafi ekki verið brotin lög á Íslandi þegar þetta átti sér stað? Að þessir menn hafi ekki brotið af sér?

Við Íslendingar erum bara svo gallaðir að við höfum ekki sens fyrir því að það eigi að stinga fólki í steininn fyrir það að brjóta af sér. Reglur og lög eru bara fyrir aðra en okkur. Það hefur t.d. ekki gerst að pólítíkus hafi sagt af sér að fyrra bragði í gegnum alla þessa svínasúpu á síðustu árum. Nema kannski Árni á sínum tíma, sem neyddist til þess, gerði það nú ekki að fyrra bragði. En hvar er hann nú? :roll:

Kommon, við íslendingar erum bara þannig að við látum allt viðgangast á meðan það er ekki tengt ofbeldi beint. Af hverju eru hvítflibbaglæpamenn eitthvað betri en einhver sem fer í banka og rænir hann um hábjartan dag með skóflu að vopni? Að ég tali nú ekki um eitthvað meira skipulagt.

Ef maðurinn er að brjóta lög og gera hluti sem eru líka siðlausir, sólundar fjármunum ANNARRA eins og enginn væri morgundagurinn, af hverju á hann þá ekki að þurfa að fara í fangelsi? Eru þeir peningar sem hann sólundaði eitthvað öðruvísi peningar en peningarnir sem fíkniefnaneytandi rænir í Apóteki? Er það miklu betra að hafa eytt trilljón sinnum meiri peningum, það er miklu minni refsing fyrir það.

Maddoff greyið, hann var leiddur út í handjárnum og stungið í steininn. Hann fékk ekki að ganga um í 2 ár laus....... Hvað var hann að gera annað en sumir svokallaðir útrásarvíkingar hér? Manni verður hugsað um nöfn eins og FL Group, Sterling, Fons, 365, Rauðsól og hvar á ég að enda?


Þú klipptir út ástæðuna sem ég gaf fyrir að ekkert myndi gerast, sem var að það er ekki caliber til að leiða þessi mál til enda hjá SS.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 19:48 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Zed III wrote:
saemi wrote:
Zed III wrote:
saemi wrote:
En vonandi að heavy special hafi fundið nógu mikið af restum og slóðum til að sanna mál sitt :o


not gona happen.

Það mun ekkert koma út úr þessu þrátt fyrir alla milljarðana sem eru settir í þetta.


Það má vel vera að það sé þín skoðun. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé hægt að breiða yfir allt hversu mikið sem þú sópar og ryksugar. Svona mál skilja eftir sig ótrúlegt magn af slóðum og ef þú hefur stóra bróður með þér í liði til að komast á þá staði sem þú þarft að leita á, þá held ég að þú munir jafnvel finna nægilegt magn til að sönnunar.

Ég segi látum á þetta reyna. Ég yrði mega ósáttur ef það væri sagt: Æjjj það eru svo litlar líkur á því að eitthvað finnist, og þetta er svo dýrt að við skulum bara sleppa þessu.

Eruð þið kannski að segja mér að það hafi ekki verið brotin lög á Íslandi þegar þetta átti sér stað? Að þessir menn hafi ekki brotið af sér?

Við Íslendingar erum bara svo gallaðir að við höfum ekki sens fyrir því að það eigi að stinga fólki í steininn fyrir það að brjóta af sér. Reglur og lög eru bara fyrir aðra en okkur. Það hefur t.d. ekki gerst að pólítíkus hafi sagt af sér að fyrra bragði í gegnum alla þessa svínasúpu á síðustu árum. Nema kannski Árni á sínum tíma, sem neyddist til þess, gerði það nú ekki að fyrra bragði. En hvar er hann nú? :roll:

Kommon, við íslendingar erum bara þannig að við látum allt viðgangast á meðan það er ekki tengt ofbeldi beint. Af hverju eru hvítflibbaglæpamenn eitthvað betri en einhver sem fer í banka og rænir hann um hábjartan dag með skóflu að vopni? Að ég tali nú ekki um eitthvað meira skipulagt.

Ef maðurinn er að brjóta lög og gera hluti sem eru líka siðlausir, sólundar fjármunum ANNARRA eins og enginn væri morgundagurinn, af hverju á hann þá ekki að þurfa að fara í fangelsi? Eru þeir peningar sem hann sólundaði eitthvað öðruvísi peningar en peningarnir sem fíkniefnaneytandi rænir í Apóteki? Er það miklu betra að hafa eytt trilljón sinnum meiri peningum, það er miklu minni refsing fyrir það.

Maddoff greyið, hann var leiddur út í handjárnum og stungið í steininn. Hann fékk ekki að ganga um í 2 ár laus....... Hvað var hann að gera annað en sumir svokallaðir útrásarvíkingar hér? Manni verður hugsað um nöfn eins og FL Group, Sterling, Fons, 365, Rauðsól og hvar á ég að enda?


Þú klipptir út ástæðuna sem ég gaf fyrir að ekkert myndi gerast, sem var að það er ekki caliber til að leiða þessi mál til enda hjá SS.


Varðandi þetta, það er eitthvað mikið að ef útkoma dómsmála ræðst af lagatæknilegum klækjum (og þar af leiðandi skiptir caliber ójafnvægið litlu máli). Það er andi laganna sem á að ráða.

Við sjáum hvað gerist t.d. í Bandaríkjunum. Sá sem hefur nóg fjármagn til að stunda lagatæknilega klæki er nánast stikkfrír. Það er ekkert vit í því og ekkert réttlæti. Kerfið hér heima hefur ekki verið þannig þó einhverjar vísbendingar hafi sést í þá átt undanfarin ár.

Ég trúi því ekki að útkoma málanna velti á því hvor býr yfir betri lögfræðingum. Ég treysti því að útkoman velti á því hvort menn brutu af sér eða ekki!

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 20:02 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
bebecar wrote:
Varðandi þetta, það er eitthvað mikið að ef útkoma dómsmála ræðst af lagatæknilegum klækjum (og þar af leiðandi skiptir caliber ójafnvægið litlu máli). Það er andi laganna sem á að ráða.

Við sjáum hvað gerist t.d. í Bandaríkjunum. Sá sem hefur nóg fjármagn til að stunda lagatæknilega klæki er nánast stikkfrír. Það er ekkert vit í því og ekkert réttlæti. Kerfið hér heima hefur ekki verið þannig þó einhverjar vísbendingar hafi sést í þá átt undanfarin ár.

Ég trúi því ekki að útkoma málanna velti á því hvor býr yfir betri lögfræðingum. Ég treysti því að útkoman velti á því hvort menn brutu af sér eða ekki!


Þetta snýr bara að hæfni, sama ástæða og ég muni aldrei geta unnið Gunnar Nelson í slag.

Þetta er ekki lítið flókið og þú verður að vera gríðarlega vel að þér í lögfræði, bókhaldi, bankarekstri og fleiri þáttum til að geta ellt þetta og skilið yfir fjölmörg landamæri.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 20:25 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Zed III wrote:
bebecar wrote:
Varðandi þetta, það er eitthvað mikið að ef útkoma dómsmála ræðst af lagatæknilegum klækjum (og þar af leiðandi skiptir caliber ójafnvægið litlu máli). Það er andi laganna sem á að ráða.

Við sjáum hvað gerist t.d. í Bandaríkjunum. Sá sem hefur nóg fjármagn til að stunda lagatæknilega klæki er nánast stikkfrír. Það er ekkert vit í því og ekkert réttlæti. Kerfið hér heima hefur ekki verið þannig þó einhverjar vísbendingar hafi sést í þá átt undanfarin ár.

Ég trúi því ekki að útkoma málanna velti á því hvor býr yfir betri lögfræðingum. Ég treysti því að útkoman velti á því hvort menn brutu af sér eða ekki!


Þetta snýr bara að hæfni, sama ástæða og ég muni aldrei geta unnið Gunnar Nelson í slag.

Þetta er ekki lítið flókið og þú verður að vera gríðarlega vel að þér í lögfræði, bókhaldi, bankarekstri og fleiri þáttum til að geta ellt þetta og skilið yfir fjölmörg landamæri.


Það hjálpar auðvitað að vera fær í því sem þú ert að gera. Ekki misskilja mig með það. En sú grundvallarhugsun sem réttarkerfi okkar byggir á gerir ekki ráð fyrir því að besti maðurinn vinni, heldur bara sá sem á rétt á því.

Ertu ósammála eftirfarand? "Ég trúi því ekki að útkoma málanna velti á því hvor býr yfir betri lögfræðingum. Ég treysti því að útkoman velti á því hvort menn brutu af sér eða ekki!"

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Sat 15. Jan 2011 21:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 08. May 2008 22:17
Posts: 4849
Location: Hfj City
bebecar wrote:
Zed III wrote:
bebecar wrote:
Varðandi þetta, það er eitthvað mikið að ef útkoma dómsmála ræðst af lagatæknilegum klækjum (og þar af leiðandi skiptir caliber ójafnvægið litlu máli). Það er andi laganna sem á að ráða.

Við sjáum hvað gerist t.d. í Bandaríkjunum. Sá sem hefur nóg fjármagn til að stunda lagatæknilega klæki er nánast stikkfrír. Það er ekkert vit í því og ekkert réttlæti. Kerfið hér heima hefur ekki verið þannig þó einhverjar vísbendingar hafi sést í þá átt undanfarin ár.

Ég trúi því ekki að útkoma málanna velti á því hvor býr yfir betri lögfræðingum. Ég treysti því að útkoman velti á því hvort menn brutu af sér eða ekki!


Þetta snýr bara að hæfni, sama ástæða og ég muni aldrei geta unnið Gunnar Nelson í slag.

Þetta er ekki lítið flókið og þú verður að vera gríðarlega vel að þér í lögfræði, bókhaldi, bankarekstri og fleiri þáttum til að geta ellt þetta og skilið yfir fjölmörg landamæri.


Það hjálpar auðvitað að vera fær í því sem þú ert að gera. Ekki misskilja mig með það. En sú grundvallarhugsun sem réttarkerfi okkar byggir á gerir ekki ráð fyrir því að besti maðurinn vinni, heldur bara sá sem á rétt á því.

Ertu ósammála eftirfarand? "Ég trúi því ekki að útkoma málanna velti á því hvor býr yfir betri lögfræðingum. Ég treysti því að útkoman velti á því hvort menn brutu af sér eða ekki!"



já, ég er ósammála þessu. Útkoma málana verður hvað hægt verður að sanna með óyggjandi hætti.

_________________
Benedikt Guðmunds. 615-2630
The Small : BMW Z3 '97 , The Big : BMW X5 4.4i us '00 & The Beater : BMW X5 4.4i '01

Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Mon 17. Jan 2011 23:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
http://eyjan.is/2011/01/17/milestone-gj ... urfelogum/

:roll:

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: Krónan ...
PostPosted: Tue 18. Jan 2011 01:24 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 09. Oct 2009 13:41
Posts: 1145
Þessir Wernerspjakkar gætu líklegast ekki einusinni mætt í skírnarveislu án þess að hnupla gjöfunum.

_________________
335i e92 (JB4, downpipes og margt fleira gúdderí.)
330d e46 (Mr. X!)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3679 posts ]  Go to page Previous  1 ... 205, 206, 207, 208, 209, 210, 211 ... 246  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 38 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group