Ég geri mér grein fyrir því að þetta á alltaf eftir að lesast með ákveðnum gleraugum en ég læt samt vaða.
Fyrir það fyrsta þá hefur enginn verið dæmdur ennþá og ekki einu sinni ákærður, það eru gríðarlega mörg mál í vinnslu og líklega verða einhver/mörg kláruð með ákærum. Sæmi þú mátt alveg líta sömu augum á þá sem drepa og þá sem svíkja, en ég geri það ekki, þetta er tvennt ólíkt í mínum huga. Sá sem verður drepinn kemur ekki aftur, sá sem drepur einu sinni er líklegri en aðrir til að drepa, tölfræðin er ekki flókin.
Reiði er skiljanleg, sérstaklega í garð þeirra sem stjórnuðu fjármálafyrirtækjunum (og Íslandi í leiðinni). Ef einhver hefur gert eitthvað mun það koma í ljós. Það er gríðarlega ósanngjarnt að bera mál Maddofs saman við þessi mál á Íslandi, af hverju:
1. Svikamylla Maddofs var frekar einföld, um leið og hún brotnaði vatt hún sjálf utanaf sér og það var í raun lítið sem þurfti að sanna, svikin voru augljós.
2. Kallinn var tiltölulega fljótur að játa á sig brotin, sem og sumir af hans meðglæpamönnum
3. Við erum að bera saman EITT mál (einfalt mál) vs. 60-70 mál (flókin mál)
4. Við erum að bera saman rannsóknarlið á Íslandi sem hefur enga reynslu og hefur yfir að ráða færri rannsóknarmönnum en mögulegir sakborningar eða rannsóknarmál eru, þannig var það allavega í byrjun. Þetta berum við saman við þaulreynt og þúsundmanna (tugþúsundmanna) lið rannsóknarmanna og saksóknara í bandaríkjunum, sem og löggjöf sem var þrenngd verulega við hrunið 1930.
Persónulega hefði ég viljað sjá Ísland ráða til sín her erlendra rannsóknarmanna og rannsaka þetta í ræmur strax og koma með ákærur strax ef tilefni væri til, en ekki taka þetta í einhverju slow-mo dæmi eins og nú hefur verið gert.
Sérstakur virðist vera að reyna að gera sitt besta, vonandi er það nógu gott. Fyrir mig væri betra að fá botn í þessí mál sem fyrst þar sem maður er og hefur alltaf reynt að gera hlutina heiðarlega. Það er kanski þess vegna sem ég komst aldrei til alvöru metorða í bankakerfinu

og maður er þakklátur fyrir það í dag.
Ég er ALLS EKKI að reyna að verja meinta glæpamenn, en ég er að reyna að verja það hvernig þessi rannsókn er gerð og benda líka á það sem mér finnst að hefði mátt fara betur. En ég get engan vegin skilið það hvernig menn sem mæta með haglabyssu í heimahús tveim dögum eftir að hafa verði þar til að berja húsráðanda ganga lausir á meðan rannsókn fer fram á meðan menn sem hafa verið lausir og hugsanlega haft allann tímann í heiminum til að laga til eftir sig, eru settir í viku gærsluvarðhald.
Og svona til að loka mínu sjónarhorni á þessu, þá rétt vona ég að það verði aldrei þannig að menn séu handteknir aðþvíbara, ef menn hefðu viljað handtaka stjórnendur bankanna strax án þess að hafa rannsakað neitt, eða haft nægjanlega rökstuddan grun um eitthvað glæpsamlegt, væri ég orðinn hræddur við réttvísina á Íslandi. Það má vel vera líklegt að menn verði dæmdir, en að ætla að pikka menn upp og grísa svo á sekt þeirra er stórhættulegt.
Og for the record þá þekki ég það vel hvernig það fer með fólk að verða atvinnulaust, sérstaklega í langan tíma, og sérstaklega þegar um er að ræða duglegt fólk sem hefur aldrei gert neitt annað en að vinna vinnuna sína vel, en missir vinnuna í beinum tengslum við þessa kreppu. Það er hrikalegt.
EDIT:

Sæmi ég ætla að vona að við séum ekki rífast, heldur frekar að rökræða. Ósköp eðlilegt að hafa mismunandi skoðanir á þessu. Held á við séum samt sammála um hvað þarf að gera, en ekki endilega sammála um hvernig.