Zed III wrote:
saemi wrote:
En vonandi að heavy special hafi fundið nógu mikið af restum og slóðum til að sanna mál sitt

not gona happen.
Það mun ekkert koma út úr þessu þrátt fyrir alla milljarðana sem eru settir í þetta.
Það má vel vera að það sé þín skoðun. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé hægt að breiða yfir allt hversu mikið sem þú sópar og ryksugar. Svona mál skilja eftir sig ótrúlegt magn af slóðum og ef þú hefur stóra bróður með þér í liði til að komast á þá staði sem þú þarft að leita á, þá held ég að þú munir jafnvel finna nægilegt magn til að sönnunar.
Ég segi látum á þetta reyna. Ég yrði mega ósáttur ef það væri sagt: Æjjj það eru svo litlar líkur á því að eitthvað finnist, og þetta er svo dýrt að við skulum bara sleppa þessu.
Eruð þið kannski að segja mér að það hafi ekki verið brotin lög á Íslandi þegar þetta átti sér stað? Að þessir menn hafi ekki brotið af sér?
Við Íslendingar erum bara svo gallaðir að við höfum ekki sens fyrir því að það eigi að stinga fólki í steininn fyrir það að brjóta af sér. Reglur og lög eru bara fyrir aðra en okkur. Það hefur t.d. ekki gerst að pólítíkus hafi sagt af sér að fyrra bragði í gegnum alla þessa svínasúpu á síðustu árum. Nema kannski Árni á sínum tíma, sem neyddist til þess, gerði það nú ekki að fyrra bragði. En hvar er hann nú?
Kommon, við íslendingar erum bara þannig að við látum allt viðgangast á meðan það er ekki tengt ofbeldi beint. Af hverju eru hvítflibbaglæpamenn eitthvað betri en einhver sem fer í banka og rænir hann um hábjartan dag með skóflu að vopni? Að ég tali nú ekki um eitthvað meira skipulagt.
Ef maðurinn er að brjóta lög og gera hluti sem eru líka siðlausir, sólundar fjármunum ANNARRA eins og enginn væri morgundagurinn, af hverju á hann þá ekki að þurfa að fara í fangelsi? Eru þeir peningar sem hann sólundaði eitthvað öðruvísi peningar en peningarnir sem fíkniefnaneytandi rænir í Apóteki? Er það miklu betra að hafa eytt trilljón sinnum meiri peningum, það er miklu minni refsing fyrir það.
Maddoff greyið, hann var leiddur út í handjárnum og stungið í steininn. Hann fékk ekki að ganga um í 2 ár laus....... Hvað var hann að gera annað en sumir svokallaðir útrásarvíkingar hér? Manni verður hugsað um nöfn eins og FL Group, Sterling, Fons, 365, Rauðsól og hvar á ég að enda?
fart wrote:
Það hlýtur að vera munur á Morðingja og hvítflibbaglæpon þegar kemur að því hvort að hann sé hættulegur umhverfi sínu, ég er ekki að segja að þessir menn séu saklausir eða sekir eða að þeir hafi spillt sönnunargögnum, en þeir hafa legið undir "grun" og ásökunum síðan hrunið varð (eðlilega) og ef þeir hafa haft einhver sönnunargögn eru þeir varla að fara að spilla þeim núna. Það hefði allavega verið klókt að fylgjast með mönnum eftir yfirheyrslur og sjá hvað þeir myndu gera, frekar en að loka þá inni.
Quote:
Samkvæmt 95. gr. verður sakborningur aðeins úrskurður í gæsluvarðhald sé komin fram rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. Jafnframt verður einhverju neðangreindar skilyrða að vera fullnægt.
1. Ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni.
Ég er bara ekki sammála. Ef morðingi hefur ekki drepið mann í 2 ár, af hverju ætti hann endilega að fara að gera það aftur? Það eru óteljandi dæmi um svoleiðis keis, eitthvað sem hefur gerst í fortíðinni, en viðkomandi hefur ekki minnsta áhuga á að fremja annað morð. Á sá náungi þá að fá að ganga um götur frjáls maður því það er ekki beint líklegt til að hann sé hættulegur öðrum?
Bæði dæmin snúast ekki um það hvort maðurinn sé hættulegur umhverfi sínu. Það fer enginn dómari að fallast á þann rökstuðning að viðkomandi sem situr nú í gæsluvarðhaldi sé hættulegur umhverfi sínu. Hann hefur pottþétt fengið gæsluvarðhaldið á öðrum forsendum. Ég tel nú næsta víst að það sé fyrsta greinin.
Ef þeim hefur yfirsést eitthvað þessum grunuðu, og nú eru þeir yfirheyrðir um það mál og þeir fatta að þeir gleymdu e-u, þá er einmitt hætta á að þeir fari að gera það sem stendur í fyrstu grein hér að ofan, spilla sönnunargögnum eða að reyna að samræma frásagnir sínar og annarra. Þannig að það er fullkomlega eðlilegt að þeir sitji í gæsluvarðhaldi á þeim forsendum frá mínum bæjardyrum séð.
Ég þekki í gegnum tengsl frá fyrstu hendi, þó nokkuð af fólki sem var í framlínu viðskipta- og bankalífsins. Ég hef séð með eigin augum hvernig þetta fólk lifði þá, lifir nú og hvað því finnst um "okkur hin, samfélagið sem dæmdi þau á röngum forsendum og er í nornaveiðum".
Mér finnst sjálfsagt að þetta fólk hafi sína skoðun á hlutunum og ég ætla ekki að fara út í að ræða þessi mál við viðkomandi bara til að lenda í rifrildi eða leiðindum. Það getur vel verið að þau hafi rétt fyrir sér, kannski hef ég rétt fyrir mér, en ætli þetta sé ekki blanda af báðu. Sumir heiðarlegir eru ábyggilega að lenda í skít, sumir fengu skít á sig frá öðrum án þess að fatta það þá, en sjá það núna að þeir eru sekir án þess að hafa ætlað það. Sumir eru með skítlegt eðli og svínuðu á öðrum hægri og vinstri. En ég er viss um að meirihlutinn af öllu þessu fólki sem liggur undir ámæli um að vera hluti af þessu "banka- og viðskiptaliði" er besta fólk sem vill vel. En ég fer ekki af þeirri skoðun að þau sjá flest hlutina með svolítið öðruvísi augum en við hin, mörg hafa gengið í gegnum pínkulítinn heilaþvott í því samfélagi sem það lifir í. Á sama hátt má segja að við hin í samfélaginu höfum líka gengið í gegnum heilaþvott á móti...
En það breytir ótrúlega miklu í lífi fólks, þegar það missir vinnuna, og hugsunin er ekki að það þurfi að fá sér vinnu til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Þegar það á svo mikið af eignum að það gæti lifað allavega í tugi ára án vinnu við góðan kost. Þegar hugsunin snýst um að finna
vinnu við hæfi og stað þar sem það getur dvalið á án þess að vera litið hornauga af samfélaginu.