Sæl fólkenz,
Ákvað að kynna mér nýjar tollareglur og datt í hug að deila með ykkur.
Reglurnar eru að mörgu leiti leiðinlegar fyrir okkur bílaáhugamenn. T.d. eru flestir kraftmiklir NA bílar að hækka um ca 7% í tollum. Held þó að þetta komi verst niður á 2.0 Túrbó bílum. Þeir fara úr 35% í 52% í flestum tilvikum.
Kerfið gerir þó að verkum að sumir spennandi bílar lækka í verði.
T.d. 535d/335d bera núna bara 35% tolla. 320d sem fer líklegast niður í 20% og svo 118d (ekki mest spennandi...) sem fer niður í 15%. 330d sýnist mér tæpur á 25% flokknum, færi líklegast í 35% flokk eins og 335d.
Væri gaman að taka líka saman spennandi bíla sem lækka í verði samkvæmt þessu nýja kerfi.
Reglurnar eru svohljóðandi:
Quote:
Gjaldflokkar skv. 3. gr. laganna um vörugjald af ökutækjum o.fl. verða þessir:
M0 0% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 0-80 g/km
M1 10% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 81-100 g/km
M2 15% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 101-120 g/km
M3 20% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 121-140 g/km
M4 25% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 141-160 g/km
M5 35% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 161-180 g/km
M6 36% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 181-200 g/km
M7 44% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 201-225 g/km
M8 48% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) 226-250 g/km
M9 52% Fólksbifreiðar o.fl. skráð koltvísýringslosun (CO2) yfir 250 g/km